Útvarpstíðindi - 30.06.1947, Side 4
ÚTVARPSTÍÐINDI
208
Og við munum gera það sem í okkar
valdi stendur til að taka vel á móti
þessum ágætu gestum.
Minnismerki Snorra Sturlusonar er
komið hingað. En leiðangur Norð-
manna kemur hingað 19. þessa mán-
aðar. Sunnudagsmorguninn 20. júní
verður farið úr Reykjavík og upp í
Reykholt. Klukkan 1 byrjar hátíðin
með ávarpi forseta Islands. Að því
loknu býður formaður ísl. Snorra-
nefndarinnar, Jónas Jónsson, gestina
velkomna. Þá flytur Davíð skáld
Stefánsson ávarp. Þá talar fonnaður
norsku Snorranefndarinnar prófessor
Shetelig, en síðan afhjúpar Ólafur
ríkisarfi minnismerkið. — Að þessu
loknu þakkar fulltrúi ríkisstjórnai--
innar fyrir gjöfina. Tveir karlakór-
ar, Karlakór Reykjavíkur og Karla-
kórinn Fóstbræður syngja, en Lúðra-
sveit Reykjavíkur leikur þjóðsöngv-
ana og norræn lög.
Eins og undanfarin sumur verður
nú nokkurt hlé á útgáfu Útvarpstíð-
inda. Næsta hefti kemur út síðari
hluta ágústmánaðar.
Utva rps-
AUGLÍSINGAfí og
TILKYNNINGAR
1 Afgreiddar frá kl. 9 til 11
og 16.00 til 18.00 alla virka
daga.
Sunnudaga og helgidaga
kl. 11.00—11.30 og 16—17,
eigi é öðrum timum.
Sími 1095.
RÍKISIJTVARPIÐ
Takmark Rlkisútvarpsins og ætlunar-
verk er að ná til allra þegna landsins
með hverskonar fræðslu og skemmtun,
sem því er unnt að veita.
AÐALSKRIFSTOFA ÚTVARPSINS
annast um afgreiðslu, fjárhald, útborg-
anir, samningagerðir o. s. frv. — Út-
varpsstjóri er venjulega til viðtals kl.
2—4 síðd. Simi skrifstofunnar er 4993.
Sími útvarpsstjóra er 4990.
INNHEIMTU AFNOTAGJALDA
annast sérstök skrifstofa. — Sími 4998
ÚTVARPSRÁÐIÐ
(Dagskrástjórnin) liefur yfirstjórn hinn-
ar menningarlegu starfsemi og velur
útvarpsefni. Skrifstofan er opin til við-
tals og afgreiðslu frá kl. 2—4 siðd.
Sími 4991.
FRÉTTASTOFAN
annast um fréttasöfnun innanlands og
frá útlöndum. — Fréttaritarar eru i
hverju héraði og kaupstað landsins. Simi
fréttastofu 4994. Sími fréttastjóra 4845.
AUGLÝSINGAR
Útvarpið flytur auglýsingar og tilkynn-
ingar til landsmanna með skjótum og
álirifamiklum hætti. Þeir, sem reynt
hafa, telja útvarpsauglýsingar áhrifa-
mestar allra auglýsinga. Auglýsinga-
simi 1095.
VERKFRÆÐINGUR ÚTVARPSINS
hefur daglega umsjón með útvarpsstöð-
inni, magnarasal og viðgerðastofu. Sími
verkfræðings 4992.
VIÐGERÐARSTOFAN
annast um hverskonar viðgerðir og
breytingar viðtækja, veitir leiðbeining-
ar fræðslu um not og viðgerðir við-
tækja. Sími viðgerðarstofunnar 4995.
TAKMARKIÐ er:
Útvarpið inn á hvert heimilil Allir
landsmenn þurfa að eiga kost á því, að
hlusta á æðaslög þjóðllfsins; hjartaslög
heimsins. Rlkisátvarpiti.