Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 6
126 ÚTVARPSTlÐINDI Árnar á undirlendinu renna mjög víða á deigulmóklöpp, og þar er flug- hált á botni þeirra, ójárnuðum fæti. Deigulmórinn myndaðist í sjó úr hinum smágervasta framburði ánna, grugginu. En hann huldist brátt malarlaginu, þegar óseyrarnar teygð- ust lengra fram. Til dæmis um slík- an melbakka af ákaflega venjulegri gerð, skal ég aðeins nefna syðri bakka Elliðaánna. Hinn marflata hjalla uppi á bakkanum hafa hesta- menn 1 Reykjavík valið sér að skeið- velli. En þessi hjalli og melbaltki eiga sér óteljandi líka umhverfis landið. Einhlítasta sönnun þess, að deig- ulmórinn háfi myndazt á sjávar- botni, er sú, að í honum finnast skeljar af dýrategundum, sem lifa eingöngu í sjó. Að vísu finnast þær ekki í öllum deigulmó, en mjög víða. Þetta eru einkum skeljar af skel- dýrum, sæsniglum og hrúðurkörlum, en einnig af tegundum margra ann- ara dýraflokka. Fiskbein og hval- bein hafa einnig fundizt. Flestallar af þessum dýrategundum lifa enn í sjónum hér við land, og engin þeirra er útdauð. Þetta gefur í skyn, að deigulmórinn sé mjög ungur á jarðfræðinga vísu. Af melhjöllum og deigulmó má sjá, hve hátt sjávarborðið hefur legið, þegar sjór náði lengst inn á land, eftir að landslag var komið í nútíma hórf. Þessi takmörk eru æði mishá í ýmsum landshlutum. Hæst eru þau í uppsveitum Árnessýslu, um 110 m yfir núverandi sjávar- mál. Þar næst í Borgarfirði og upp af Húnaflóa (80—100 m). Annars staðar eru takmörkin lægri, t. d. hér í nágrenni Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar 30—45 m. Og á undan sum- um útkjálkum, t.d. yzt á Reykjanes- skaga og Melrakkasléttu, virðist sjávarborð aldrei hafa verið legið að marki hærra en það liggur nú. Melhjallarnir, sem marka hin fornu fjöruborð (eða strandlínur, eins og þau eru oft kölluð) eru víða fleiri en einn hver upp af öðrum, og sýna með því, að sjávarborðið hefur stað- ið í stað um hríð víðar en við efstu mörkin. Einnig sjást merki þess, að sjór hefur lækkað í bili, en hækkað aftur: t. d. jurtaleifar milli laga af deigulmó með skeljum. Strand- línur hafa einnig víða markazt i fast berg, við það að brimið hefur brotið landið og myndað hamra- belti ofan við fjöruna, eins og við sjáum sjóinn víða gera enn í dag. Neðan við hin fornu sjávarbjörg, sem nú eru sum hver langt inni í landi, liggur venjulega stórgrýtt hnullungaurð eða kambur úr lábörð- um steinum. Til dæmis má nefna Hamarinn upp af Hveragerði í ölf- usi, og marga klettamúla, sem skaga fram á Suðurlandsundirlendið. Skeljar af sjódýrum munu hvergi hafa fundizt alveg uppi við efstu strandlínu. En þess er naumast heldur að vænta af ýmsum ástæðum, t. d. þeirri, að næst landi verða sjáv- arbotnslögin stórgervari (fremur möl og sandur en leir), og í slíkum jarðlögum geymast skeljar illa og er hætt við að leysast upp af jarðvatn- inu, sem seytlar í gegn. Aftur á móti geymast þær vel um þúsundir ára í smágervum, vatnsheldum leir. Guðmundur G. Bárðarson, jarðfræð- ingur, varð fyrstur manna til að rannsaka til nokkurrar hlítar skelj- arnar í hinum fornu sjávarmynd-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.