Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 18

Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 18
138 ÚTVARPSTlÐINDI þrungið veraldlegum lífsþrótti. Og sem einnig lyftir mannsandanum á flug inn í takmarkalausar fjarlægð- irnar. Ég er alveg utan við umhverfið. Tilfinningar mínar ofurseldar töfr- um hljómkviðunnar. Það er aðeins tvennt, sem ég skynja af umhverfinu: Útvarpið, sem skilar mér frá ósýni- legum fjarlægum ljósvakans þessu undursamlega verki, og stúlkan, sem situr ólundarfull, andspænis mér. Skyndilega verður hljótt, og fögur konurödd skýrði frá því að leikin hafi verið sjöunda hljómkviðan eftir Beethoven. Ofur hægt og óttafullur tek ég hendurnar frá andlitinu. Ég stari á gólfið eilitla stund, svo lít ég upp og sé þá, að augu Brynhildar hvíla á mér, og ég sé, að hún er undrandi. — Ertu veikur? segir hún. — Nei, Brynhildur, svara ég. — En það háttalag að byrgja and- litið, þó að útvarpið sé í gangi! Ég svara henni ekki, en byrgi aft- ur andlit mitt. Mér er þannig innan- brjósts, eins og ég hafi fengið þétt- ings löðrung. Mig hitar í andlitið. Ég vil þó ekki viðurlcenna sannleik- ann fyrir sjálfum mér, en ég var sárt vonsvikinn vegna tilfinninga- leysis Brynhildar. Ég rýk á fætur, bæði reiður og skömmustulegur. Opna útvarpið. Og aftur London. Og eftir augnablik ómar velþekkt danslag um stofuna. Það fer eins og mig grunaði. Brynhildur rís úr sæti sínu, og fer að dansa. Hún baðar höndunum, kastar til höfðinu, og glampinn í augum hennar, sem ég er veikastur fyrir í fari hennar, ögrar mér! Spékopparnir dýpka, munnur- inn hálfopnast, það skín í hvítar og fallegar tennurnar, þegar hún brosir. III Kvöldið er fagurt, blámóðan er dimmkennd — litbrigðin óraunhæf. Ég klæðist léttum sumarfötum, og geng út. Ég vel mér brekku, sem ég hafði áður komið auga á. Ég sezt því niður. Útsýnið yfir vatnið og um; hverfi þess er heillandi fagurt. Hugur minn er þrunginn ást til lífsins og aðdáunar á umhverfinu. Ég raula stef úr sjöundu hljómkvið- unni, og geri mér ekki grein fyrir öðru en hamingju minni. En í undir- vitund minni búa sár vonbrigði; af hverju gerði ég mér ekki grein fyrir. Ég reyni að ná valdi yfir raun- hæfum hugsunum — og mér tekst það. Og þá fer ég að hugsa um Bryn- Uivarps- AUGLÝSINGAR og TILKYNNINGAR Afgreiddar frá kl. 9 til 11 og 16.00 til 18.00 alla virka daga. Sunnudaga og helgidaga kl. 11.00—11.30 og 16—17, ! eigi á öðrum tímum. Shni 1095.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.