Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 7
Ctvarpstíðindi 127 unum. Hann fann, að í efstu (þ. e. yngstu) lögunum eru leifar dýra- tegunda, sem lifa aðeins í hlýjum sjó. En þegar neðar kemur í leirinn (þ. e. í eldri lög), gætir meir tegunda, sem ilfa í köldum sjó, og þar hverfa alveg þær, sem verst þola kulda.Af þessu er einsætt, að sjórinn, og þá einnig loftslagið, hefur farið hlýnandi, meðan þessi lög voru að myndast. Dýi-aleifarnar í yngstu sjávarmyndununum, sem nú eru á þurrlendi, bera vitni u,m ívið hlýrra loftslag en nú er hér á landi. Þetta kemur vel heim við reynslu manna annars staðar á Norðurlöndum. En þar sýna bæði dýra- og plöntuleifar nokkru hlýrra loftslag en nú er á sömu stöðum. Þessu hlýviðrisskeiði, sem jarðfræð- ingar kalla hlýviðrisskeiS nútímans, lauk fyrir hér um bil 2500 árum (þ. e. um þær mundir, sem Norður- landabúar byrjuðu að gera sér áhöld og vopn úr járni). En þá hafði hlý- viðrisskeiðið staðið yfir um margar þúsundir ára. í allra elztu sjávar- lögunum finnast aðeins leifar slíkra dýra, sem geta lifað í íshafi. Eitt þeirra, skeldýr, sem nefnist jökul- todda, er nú horfið úr sjónum hér við land og þrífst aðeins þar, sem sjór er svellkaldur eins og við Græn- land og Svalbarða. Þannig hefur hann einnig verið hér, þegar jökul- toddan var uppi. Það var fyrir hlý- viðrisskeiðið, en undanfari þess voru ísaldarlokin. Þá stóð sjávarborðið hæst, og frá þeim tíma eru hæstu strandlínurnar. Ég hef nú getið um helztu jarð- lög, sem skapazt hafa hér á landi síðan í ísaldarlok. En allan þann tíma, sem síðan er liðinn kalla jarð- fræðingar nútíma, enda er hann ekki meiri hluti af jai'ðsögunni en fá- einar klukkustundir af langri manns ævi. Sænskir jarðfræðingar urðu fyrstir til að reikna lengd þessa tíma- bils í árum. Aðferðin er sú að telja árslög í leir, sem setzt hefur til úr jökulvatni undan árósum í stöðu- vötnum og fjörðum, sem síðan hafa þornað. Árslögin myndast af því, að jökulvötnin eru bæði vatnsmeiri og gruggugri á sumrin en veturna, svo að það, sem setzt til botns af gruggi þeirra á sumrin, verður stór- gervara, sandur fremur en leir. En á veturna myndast aðeins lög úr smágervu leirdusti. í þversneiðum gegnum leirinn skiptast glögglega á sumarlög og vetrarlög, svo að hægt er að telja þau. Vitaskuld finnast nú hvergi í einum leirbakka lög allra þeirra ára, sem liðin eru frá ísaldar- lokum. En þá vill svo vel til, að lög vissra ára eða árabila eru þekkjan- leg og rekjanleg frá einum stað til annars. Eitt óvenju hlýtt sumar með mikilli leysingu úr jöklunum hefur t. d. látið eftir sig óvenju þykkt og stórgert sandlag, sem rekja má um heila landshluta eða jafnvel frá einu landi til annars. Með þessari aðferð hafa menn komizt að raun um, að frá ísaldar- lokum í Skandinavíu eru liðin um 9000 ár, og eru þá ísaldarlokin miðuð við það, þegar jökulskjöldur- inn, sem lá yfir Skandinavíu á ís- öldinni, slitnaði sundur í tvennt sunnan til í Norður-Svíþjóð. Senni- legt er, að ísaldarjökullinn hér á landi hafi bráðnað nokkru fljótar (að því skapi, sem hann var minni en Skandinavíujökullinn). Og gizka mætti á, af fleiri líkum en ég hef

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.