Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 05.04.1948, Blaðsíða 12
132 ÚTVARPSTlÐINDI Á núverandi bylgjulengd (1107 metrum) er styrkur útvarpsstöðv- arinnar lægri á Austfjörðum heldur en áður á 1442 eða 1639 metrum. Þegar auk þess hefir ekki verið hægt að útvarpa með fullri orku og óviðráðanlegar styrkbreytingar (fading) samfara tónbjögun, verða á vetrarkvöldum í austurhluta lands- ins vegna endurkasts úr háloftun- um, er ekki furða þó að útvarps- notin á Austfjörðum séu langt frá því viðunandi. Margar leiðir hafa verið athug- aðar til umbóta á útvarpsnotunum á Norður- og Austurlandi, svo sem fleiri endurvarpsstöðvar, umbætur í endurvarpsviðtöku Eiðai'stöðvarinn- ar, sterkari endurvarpsstöð á Eið- um, flutningur útvarpsefnis til end- urvarpsstöðvarinnar eftir öðrum leiðum en á langbylgjum frá- út- varpsstöðinni í Reykjavík, og jafn- vel flutningur útvarpsstöðvarinnar sjálfrar austur í Árnessýslu. Þetta skal þó ekki rætt nánar að sinni, enda eru nú lítil tök á miklum end- urbótum vegna gjaldeyrisskortsins, og reynist nógu örðugt vegna hans að halda því í gangi, sem fyrir er. Rafgeymavinnustofa vor í Qaröqstrœii 2, þriöju hæö. armast hleðslu og viðgerðir á viðtaekjarafgeymum. Viðtækjaverzlun Ríkisins Þó er eitt, sem aldrei verður brýnt nógu oft fyrir útvarpshlustendum, þar sem styrkur útvarpsstöðvar- innar er veikur, en það er að hafa há og góð loftnet, sem ekki liggja samsíða eða nálægt síma- eða raf- magnslínum, og að halda þeim vel við og jarðsambandi þeirra, sér- staklega að athuga öðru hvoru að samskeyti á þeim eða samband við inntak sé öruggt. Þriðju fyrirspurninni, sem er um styrk útvarpsstöðvarinnar á sigl- ingaleið til Englands, verður varla svarað fullnægjandi nema í löngu máli. Þó skal reynt að gefa nokkrar skýringar með einföldum dæmum. Langdrægi útvarpsstöðva fer ekki aðeins eftir orku, loftneti og bylgju- lengd, heldur einnig meðal annars eftir yfirborði jarðar, sem útvarps- öldurnar færa yfir. Langdrægið er mest, þegar leiðin liggur yfir sjó, styttra yfir mýrlendi, en stytzt yfir há fjöll og hraun. Styrkur útvarps- stöðvarinnar er á Vestfjörðum svo miklu meiri en á Akureyri, þótt fjarlægðin sé svipuð, að það svarar til þess, að orka útvarpsstöðvarinnar sé nærri fimmfölduð. Á Siglufirði er styrkurinn mun meiri en á Akur- eyri, eða sem svarar til sexfaldrar orku. Á íslandi er meðalleiðni jarð- vegsins nærri 10 sinnum verri en í Bretlandi eða Mið-Evrópu norðan- verðri, en svipuð og víða í Noregi og Svíþjóð. Meðalleiðni hér er nærri 1000 sinnum verri en um sjó. Ef samskonar land væri milli Reykja- víkur og Austfjarða og er yfirleitt í Englandi eða Mið-Evrópu, þyrfti útvarpsstöðin hér ekki að hafa nema fáein kílówött til þess að heyrast eins vel á Austfjörðum og nú með

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.