Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 5
ÚTVARPSTÍÐINDI 269 Útvarpsstríð í loftinu? Alþjóðafundurinn í Kaupmannahöfn, sem virðist ætla að verða eilífðarfundur Enn lítur ófriðlega út. Stórveldin togast á út af hverjum skika. Sífelld- ar ráðstefnur eru haldnar og flestar enda þær án þess að samkomulag hafi náðst til frambúðar eða niður- staða hafa fengist. Það er von að menn séu uggandi um framtíðina og friðinn. Allir höfðu vonað að styrj- öldin myndi binda endi á styrjaldir en svo verður ekki. Það er bersýni- legt að ekki mun takast að græða flakandi sárin, rækta akrana að nýju eða byggja upp borgirnar. Menn geta skilið það að erfiðlega gangi að komast að samkomulagi um lönd og náttúruauðæfi, höf og sund, en menn eiga erfitt með að skilja að ekki skuli vera hægt að koma sér saman um mál sem ekki snerta hina beinu hagsmuni þjóðanna. Ef til vill er í þeim efnum ekki beinlínis deilt um hagsmuni, en þau að eins notuð sem tæki í taugastríðinu milli þjóð- anna. Síðari hluta júnímánaðar var sett- ur alþjóðafundur Evrópuþjóðanna í Kaupmannahöfn um útvarpsmál. Dönsk blöð gera sér tíðrætt um þennan fund og ástæðan er sú að þar logar allt í deilum og ekki sjáanlegt að samkomulag muni nást um nokk- urn skapaðan hlut, eftir því að dæma sem þau segja. Á þessari ráðstefnu hefur Evrópa einnig skifst í tvennt eins og á öllum öðrum ráðstefnum. Þar hefur Austur-Evrópa aðra skoð- un á málunum en Vestur-Evrópa. Fundinn sitja fyrir fslands hönd Gunnlaugur G. Briem verkfræðing- ur og Jónas Þorbergsson útvarps- stjóri. En ekkert hefur enn borist frá þessurn fulltrúum um fundinn svo að vitað sé. Hins vegar skýra dönsk blöð svo frá, að strax í upphafi hafi ráðstefn- an skifst í tvennt. Fyrst var deilt um fundarsköpin. Vai'ð þar fyrst og fremst til ósamkomulags hvernig haga skildi atkvæðagreiðslum og livers konar atkvæðisréttur skyldi látinn gilda. Rússar höfðu orð fyrir fulltrúum Austur-Evrópu. Þeir kröfð ust þess að sá háttur yrði á hafður um atkvæðagreiðslur að engin sam- þykkt yrði gerð nema að allir greiddu atkvæði með henni. Þannig átti til- laga að teljast feld þó að allir greiddu henni jáatkvæði, bara ef einn greiddi atkvæði á móti henni. Þarna var ber- sýnilega um að ræða grímuklætt neitunarvald. Þetta var fellt eftir margra daga þrætur, en þegar at- kvæðagreiðslunni var lokið lýstu Rússar yfir því og voru studdir af

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.