Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 7
ÚTVARPSTÍÐINDI 271 Jón snari. ekki háðskir og gaman þeirra sé oft- ar grátt en gletnislegt. Undanfarið hefur verið mikið rætt um það, hver þessi nýi höfundur, Jón snari, væri og hafa Útvarpstíðind- um með'al annars borist margar fyr- irspurnir um það. Nú er hægt að upp- lýsa að samkeppni um vinsældir fyr- ir góða gamanleiki í útvarpinu er al- veg útilokuð milli Lofts Guðmunds- sonar og Jóns snara, því að hér er um einn og sama mann að ræða. Loftur Guðmundsson dylst þarna undir nýju dulnefni. Hafa og ýmsir getið sér þess til og þózt þekkja tón og tilsvör persóna í þessum leikrit- um frá „Nilla í Naustinu“ og kerl- ingunni hans, en Friðfinnur og Gunn- þórunn túlkuðu þessar persónur Lofts Guðmundssonar í útvarpinu fyrir nokkrum árum. Loftur Guðmundsson hefur sagt í viðtali við Útvarpstíðindi að það geti komið til mála að hann semji fleiri svona einþáttunga fyrir útvarpið þó að hann hafi engin loforð gefið þar um enn sem komið er. Loftur er blaðamaður við Alþýðublaðið og skrifar þar dálkinn „Brotnir penn- ar“, sem telja má nýjung í íslenzkri blaðamennsku. Hann er kennari að menntun, en hefur nú um slceið ein- göngu fengist við ritstörf. Hann hef- ur samið leikrit sem leikin hafa ver- ið opinberlega, þar á meðal „Brim- hljóð“. Hann hefur mikið sögulegt leikrit í smíðum um þessar mundir og auk þess humoristiska skáldsögu. 1 fyrra kom út bók hans „Þeir fundu lönd og leiðir“ og í vor „Þrír drengir í vegavinnu“. Hann er og ljóðskáld, svo að lesendur sjá að Lofti Guð- mundssyni er margt til lista lagt. Rafgeymavinnustofa vor 1 Oarðastrœti 2, þriðju hœð. annast hleðslu og viðgerðir á viðtækjarafgeymum. Viðtækjaverzlun Rikisins

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.