Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 14
278 ÚTVARPSTÍÐINDI Jiuga að það gréti svona alveg upp úr þurru, án þess að nokkuð væri að því. Skyldi konan vera fátæk? Hún var þó vel klædd, og hnakkurinn hennar er svo fallegur. Nei, hún er áreiðanlega ekki fátæk. Kannske hún hafi misst barnið sitt og sjái eftir því ennþá. Elín gamla segir, að þyngsta bölið sem til sé, sé að horfa á eftir börnunum sínum ofan í gröfina. Hjarta telpunnar titrar af með- aumkun og hún grúfir sig niður í rúmfötin til þess að konan skuli ekki heyra til hennar. Gráturinn heldur áfram, niðurbældur og lágur, þrung- inn orðlausri sorg og angist í myrkri næturinnar. Og smám saman rennur hann saman við andardráttinn og svefnlætin í baðstofunni, og telpan sofnar, þreytt eftir erfiði dagsins. Morguninn eftir fara géstirnir á fætur fyrir allar aldir. Þau borða morgunmat og tygja sig. Telpan sækir hestana, það er lagt á, og þeir eru bundnir við hestasteininn á meðan fólkið kemur dótinu sínu fyrir í hnakktöskunum. Svo koma gestirnir út á hlaðið, og telpan stendur þar líka og bíður eftir því að tekið sé í höndina á henni í kveðjuskyni eins og hinu fólkinu. Ókunnugu hjónin kveðja húsbænd- urna kurteislega. Maðurinn klappar bóndanum á öxlina og segist ætla að heimsækja hann næst þegar hann komi í sveitina og sjá hvernig gangi með súrheyið hans. Og bóndinn hlær líka og segist vona að það gangi vel. Konar kveður alla með handabandi án annarra orða en kveðjuorðanna. Hún tekur í hönd telpunnar og segir það sama við hana og hina. En mað- urinn fer ofan í vasa sinn og gefur telpunni 25-eyring fyrir hestasókn- inguna, og telpan verður himinlifandi glöð, því hún hefir aldrei á æfi sinni eignast 25-eyring fyrr. Svo stíga þau á bak og ríða niður traðirnar. Telpan er rétt að því komin að hlaupa af stað til þess að opna hliðið fyrir þau, en svo dettur henni í hug, að verið geti að hún týni peningnum á hlaup- unum, svo hún stendur kyrr. ,,Ojæja“, segir húsmóðirin hugs- andi og dræmt og horfir á eftir gest- unum. ,,Það er ekki allt lífið þó lifað sé“. ,,0-o“, segir húsbóndinn, „margur hefir nú komist í verra. Hann er að minnsta kosti góður við hana og aum- ingjann hennar, það var fyrri mað- urinn ekki“. ,,Nei“, segir konan og gengur inn í bæinn. „Það var hann ekki“. Telpan stendur úti á hlaðinu og veltir peningnum í lófa sér. Það glampar á hann í sólskininu og tölu- stafirnir eru svo fallegir. 25 aurar! En hvað hún er rík! Hún getur keypt sér stóreflis kandísmola í kaupstaðn- um, eða þá sveskjur, eða rúsínur. Það er hægt að kaupa sitthvað fyrir 25 aura. Hún bregður hendi fyrir augu og horfir á eftir gestunum, sem ríða niður melana. Aumingja konan, sem grét, þó að maðurinn hennar væri góður við hana, og fyrri maðurinn hennar, sem hafði verið vondur við hana, væri dáinn. Skelfing er að hugsa til þess að ekki skuli vera hægt að hjálpa henni neitt eða gleðja hana með neinu. Nú hverfur hún fyrir brekkubrúnina og svo sezt hún ekki fyrr en niðri við vaðið. Og telp- an andvarpar með sjálfri sér um leið og hún gengur inn í bæinn með 25- eyringinn sinn í lófanum.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.