Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 13
ÚTVATtPSTÍÐINDT 277 Brúnn karlmannshnakkur með hnakk tösku spenntri við, svo fullri að ól- arnar náðu tæpast utan um hana. Kvenhnakkur með flauelssessu, sem sýndist næstum því svört í húminu, og gyltum bólum, sem gaman var að drepa fingri á og telja af rælni. Og hestarnir voru dökkir og blautir af svita, því að þeim hafði verið riðið hratt. Maðurinn fer að smáhrjóta, og telpan leggur við hlustirnar. Það er skrítið að allir skuli ekki hrjóta eins! Sumir hrjóta með löngum hrygglu- hrotum, aðrir með óskaplegum blæstri og gauragangi, og enn þá aðrir hrjóta ósköp lágt, næstum því vingjarnlega, eins og maðurinn þarna í rúminu. Hann er líka vingjarnlegur á svipinn. Ljóshærður og bláeygður með stórar hendur, sem taka hlýlega í höndina á manni þegar hann heils- ar. Hann var stundum dálítið vand- ræðalegur, rétt eins og það væri eitt- hvað, sem hann væri ekki almenni- lega viss um, og stundum leit hann á konuna sina eins og hann byggist við að hún segði eitthvað, en hún sagði ekki neitt. Konan er allt öðru- vísi. Telpan lokar augunum og reyn- ir að sjá hana fyrir hugskotssjónum sínum. Hún er há og grönn með dökkt hár og dökk augu, andlitið er fölt og dökkir baugar í kring um augun. Hún hefur hvítar og grannar hendur með tveimur gullhringum á græði- fingri hægri handar, og hún lék sér að því að taka fremri hringinn af sér, velta honum í lófa sínum um stund og láta hann svo á sig aftur. Hvað skyldi hún heita? Hún er syst- ir konunnar á Hóli. Konan á Hóli heitir Ásgerður og er af góðu fólki komin, segir húsmóðirin. Hún er víst ættuð sunnan úr Borgarfirði. Borgar- fjörðurinn er langt í burtu, hinum megin við fjallið, og það er erfitt að komast þangað, því að það er eng- inn vegur þangað liéðan úr sveit- inni. Fólkið heldur áfram að hrjóta, og telpan fer að verða syfjuð. Hún hreiðrar betur um sig í rúminu og fer að hugsa um eitthvað annað. Um réttirnar næsta ár, um jólin í vetur og um sumardaginn fyrsta, því að það er búið að lofa henni því, að hún skuli fá að heimsækja frændfólk sitt á sumardaginn fyrsta. Þá heyrist allt í einu lágt gráthljóð í baðstofunni. Telpan hrekkur við, og svefninn hverfur út í buskann. Hún heldur niðri í sér andanum og hlust- ar. Einhver er að gráta, einhver á bágt. Hún veit sjálf hvað það er að eiga bágt. Hún hefur oft grátið nótt eftir nótt, svo henni fannst hjartað ætla að bresta. Það var af því að hún var einmana og foreldrar hennar voru dánir, og hún varð að alast upp hjá vandalausum. En hún er alveg viss um að þegar hún er orðin full- orðin, langar hana aldrei til þess að gráta. Þá ætlar hún að fara í aðrar sveitir í kaupavinnu og fá 30 krónur á viku eins og kaupakonurnar á bæj- unum í kring. Þá verður hún rík og getur keypt sér hest og farið í út- reiðartúr á sunnudögum. Og svo eignast hún fallegan upphlut með gylltum millum og fer til kirkju með hárið í þykkum fléttum niður á bak- ið. Hún hefur aldrei heyrt fullorðið fólk gráta nema við jarðarfarir, en það var auðvitað af því að ættingjar þess voru dánir, og það hætti líka að gráta þegar það kom heim og fór að vinna. Henni hefur aldrei dottið í

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.