Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 09.08.1948, Blaðsíða 10
274 ÚTVARPSTÍÐINDT fréttaritari þessara blaða. Kvæntist hann hér Þuríði Sigtryggsdóttur, hinni ágætustu konu. Hann starfaði hér mikið, en hvarf til Danmerkur 1931 og var þar fréttaritari norskra blaða. Árið 1935 var hann ráðinn fréttaritari Ríkisútvarpsins í Kaup- mannahöfn og átti jafnframt að sjá nm fréttir af Norðurlöndum handa útvarpinu. Árið 1937 var' hann ráð- inn ritstjóri við „Pressens radioavis", en svo nefnist fréttastofa danska út- varpsins. Sér hann þar fyrst og fremst um fréttir af Norðurlöndum, og þá í fyrstu röð frá Noregi, Sví- þjóð og íslandi. Meðan við sitjum saman og röbb- um er hann við og við að stilla út- varpstækið sitt á Osló eða Stokkhólm. Það eru fréttatímar í þessum löndum og Björnsson-Soot vill ekkert láta fara fram hjá sér. Svo, ef eitthvað er fréttnæmt í fréttatímanum, hring- ir hann á fréttastofuna og lætur rit- ara sinn þar skrifa upp fréttirnar. Þær eru ekki þetta kvöld neitt merki- legar, það var kappleikur milli Svía og Norðmanna og annarhvor vann en hinn tapaði. Soot símar það í fréttastofuna og svo hristir hann höfuðið. — Stundum stendur hann upp, tekur bréfpoka og gengur út á svalirnar. Þar eru litlir fallegir söng- fuglar sem hann brauðfæðir. Og hann kemur allt af brosandi frá dyrunum. „Maður verður að hugsa um þessa litlu vini“, segir hann. „Já“, segir frú Þuríður. „Sá, sem gleymir fuglunum við rúðuna sína gleymir mörgu öðru“. Og svo fer ég að rabba við Björns- son-Soot um fréttaritarastarf hans fyrir íslenzka Ríkisútvarpið á stríðs- árunum. Hann brosir. Og úr brosi hans og augnatilliti les ég, að hann rifji upp fyrir sér gamlar minningar, sem ekki muni allar vera góðar. „Ég veit varla hvernig ég á að koma orðum að því“, segir hann, „en oftast þegar ég var að skrifa frétta- bréfin til Islands, var eins og ég væri að tala við sjálfan mig, eða eins og ég væri að tala í útvarp, án þess að hafa nokkra hugmynd um það, hvort nokluir sála hlustaði. Ég var allt af í þessu starfi mínu á stríðsárunum að hugsa um það, að mestar líkur væru til þess að þetta bréf lenti ann- aðhvort í ruslakörfum þýzka bréfa- eftirlitsins eða þá á hafsbotni. Og ég skal segja þér það, að ég varð mjög undrandi, þegar ég frétti, strax eftir stríðslokin hve mörg bréf mín höfðu komist til skila. En það var sama hvað ég hugsaði. Mér bar skylda til að skrifa bréf mín reglulega, hvernig svo sem um þau færi, eftir að ég slcppti af þeim hendinni. Þetta var mitt starf og ég hafði grun um að allar fréttir frá Kaupmannahöfn væru kærkomnar heima á Islandi. Að sjálfsögðu varð ég að vera ákaf- lega varfærinn í bréfum mínum. I þeim mátti ekkert vera sem þýzka bréfaskoðunin gat fett fingur út í. Ég varð fyrst að senda handrit mitt í danska utanríkisráðuneytið, þaðan fór það til þýzku bréfaskoðunarinn- ar. Síðan var það sent af stað til Reykjavíkur, það er að segja ef það fékk fararleyfi, en á leiðinni var það að fara um hendur brezku og amer- ísku bréfaskoðunarinnar. Þú sérð því að ekki vantaði á að fréttabréf mín frá Kaupm.höfn færu gegnum hreins- unareldinn. Það kom fyrir að setning-

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.