Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.09.1940, Blaðsíða 16

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.09.1940, Blaðsíða 16
28 STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR Tveir forvígismenn Reykjavíkurbæjar áttu afmæli á þessu sumri, og er oss ljúft og skylt að geta þessa, því báðir koma ekki síður við sögu félags vors en annarra félagslegra samtaka, er snerta bæjarmálefnin sér- staklega. Og óhætt er um það, að þó að vér kunnum að hafa staðið á önd- verðum meið við þá um einstök atriði, þá hafa báðir látið margt gott af sér leiða til hagsbóta fyrir starfsmenn bæj- arins. Knud Zimsen, f. borgarstjóri, átti 65 ára afmæli 17. ágúst s.l. Var þess þá um leið minnst, að hann hafði starfað óslitið fyrir Reykjavíkurbæ í 30 ár. Borgarstjóri var hann frá 1914 til 1932 eða í full 18 ár, en áður hafði hann gegnt bæjarverkfræðingsstörfum og átti sæti 1 bæjarstjórn um langt skeið. Guðm. Ásbjömsson forseti bæjar- stjórnar átti 60 ára afmæli 11. sept. s.l. — Guðmundur var kosin í bæjarstjóm í fyrsta sinn 1918 og hefir átt þar sæti síðan. Hann hefir verið forseti bæjar- stjórnar í 15 ár og mörgum trúnaðar- störfum hefir hann gegnt fyrir bæinn, m. a. sem settur borgarstjóri í forföll- um annarra. Báðum þessum mikilvirku forvígis- mönnum Reykjavíkurbæjar árnum vér allra heilla í framtíðinni. * Næsta blað er áætlað að komi í lok október eða byrjun nóvember. Greinar, sem birtast eiga í því blaði, þurfa að koma til rit- stjórnarinnar ekki seinna en 20. októ- ber. Vegna ófriðarins gerir ritstjórnin ráð fyrir, að ekki komi út nema 4 tölu- blöð á þessu ári og verður þá fjórða blaðið jólablað, með líkum hætti og í fyrra. — Skuldlausir félagsmenn fá blaðið endurgjaldslaust.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.