Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.09.1940, Blaðsíða 11
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
23
Maríus Olafsson.
Á þessu hausti kemur út ljóða-
bók eftir Maríus Ólafsson verzlun-
armann og skáld, sem nú um nokk-
urt skeið hefir verið starfsmaður á
skrifstofu borgarstjóra. — Starfs-
mannablaðið telur sér feng að því,
að geta birt lesendum blaðsins sýn-
ishorn af kveðskap Maríusar. Raun-
ar hefir blaðið áður birt kvæði eftir
Maríus, en bæði kvæðin, „Sumar-
dagur“ (í 4. tbl. fyrra árg.) og
kvæðisbrotið ,,Sjósókn“ í þessu tbl.,
gefa góða hugmynd um kveðskap
hans. — Öllum vinum og kunningj-
um Maríusar má vera það fagnaðar-
efni, að fá nú tækifæri til að eign-
ast ljóð hans samankomin í e'nni
bók, en mörg þeirra hafa áður birzt
í blöðum og tímaritum.
Xil atliugunar.
Ritstjórn Starfsmannablaðsins vill
kappkosta að því, að gera blaðið eins
eigulegt fyrir starfsmenn bæjarins og
auðið er. Að því hnígur m. a. að blaðið
vill birta sem mest af persónulegum
fréttum og höfum vér í undanförnum
blöðum sagt frá afmælis- og minningar-
dögum eftir því sem oss var kunnugt.
Nú er það alvarleg áskorun blaðsins til
allra félaga í St. Rv. að þeir annað hvort
sendi blaðinu línu um þessi efni eða geri
ritstjórninni aðvart, er þeir vilja heiðra
félaga sína á tyllidögum þeirra.-------
Einmitt um það bil, er blaðið var að
fara í pressuna, barst ristj. bréf frá
áhugasamri félagskonu, sem birt er
annars staðar í blaðinu. Hreyfir hún
þar við mikið til sömu málum og rit-
stjórnin hefir haft til athugunar lengi.
Þakkar ritstjórnin allan sýndan áhuga
— ekki sízt „okkar einlægu". En það
verður að segjast í „allri einlægni“, að
félagsmenn verða sjálfir að stuðla að
því að gera blaðið íjölskrúðugt. Hins
vegar mun ritstjórnin fúslega gera sitt.
í næsta blaði verður m. a. rætt um
jólatréskemmtun félagsins og verða
uppástungur um skemmtanir fyrir fé-
lagsmenn teknar til athugunar. Þá verð-
ur í blaðinu allýtarleg grein eftir Jó-
hann G. Möller um reglugjörðina. Að-
sendar greinar þurfa að vera komnar
til ritstjórnarinnar fyrir 20. okt.
Ritstj.