Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.09.1940, Blaðsíða 12
24
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
,<kiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii11111111111111114,
SJÓSÓKN
— Brot úr kvœði —
Myndir skírast, myrkrið flýr,
minning býr í haginn.
Öldur stýrir óður nýr
út á dýra braginn.
Fram um breiða báruleið
burtu skreiðist nóttin.
Sóknin greiðist, sól er heið,
særinn freyðir undan skeið.
Bylgjum gárast háttur hár,
hljóðið klára er vakið:
Hækkar bára, hrynur sjár,
heyrist áratakið.
IJt úr vörum flýtt er för,
fest í hjörum stýri.
Handtök gjörast snillisnör,
snúa, — og öruggt skríður knör.
Fleyin raðast ,,Ósnum“ að,
út, og þaðan dreifast;
sem fuglar hraði flugi er það,
í fjaðrarstað hvert árarblað.
Löðurfangið bátinn ber;
beint er þangað róið,
sem síli fangar fuglager,
og fiskiganga komin er.
Fögur liðast bylgjubrögð,
bátur skriðinn hægir.
Tekin miðin, lóðin lögð,
léttist biðin, skrítla er sögð.
Meðan lóðir liggja í sæ,
og land í móðu vakir,
konu, móður, börnum, bæ
bera gróður hjartans fræ.
Heima er það á helgum stað, I
er hetjum kvaðir setur. — |
i Með fleyin hlaðin flóðs um vað i
fyrðar glaðir koma að. i
= Maríus Ólafsson. í
*>< iiiiiiiiiiiiiiiii.............................................................