Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.09.1940, Blaðsíða 17

Starfsmannablað Reykjavíkur  - 01.09.1940, Blaðsíða 17
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR 29 Samþykkt um laun fastra starfsmanna Reykjavíkurkaupstaða r. Það hefir dregist helzt til lengi að birta hér í blaðinu launasamþykktina frá 1. apríl 1939 eins og endanlega var frá henni gengið. Enda þótt starfsmenn bæjarins eigi aðgang að því að fá hana sérprentaða, verður að gera ráð fyrir að þeir kunni betur við að hún birtist einnig í blaði þeirra, einkanlega þar sem blaðið hefir birt allítarlega gögn frá að- draganda hennar. Til yfirlits fyrir þá mörgu starfsmenn bæjarins, sem áhuga hafa fyrir lausn launamálsins, skulu hér talin þau gögn, sem blaðið hefir áður birt í þessu sambandi: Frumvarp að samþykkt um laun starfsmanna Reyk ja- víkurkaupstaðar ásamt áliti og breyt- ingartillögiun launanefndar St. Rv. (1. tbl., II. árg.), Frumvarp að samþykkt um laun og starfskjör fastra starfs- manna Reykjavíkurbæjar, (Reglugjörð- in) með breytingartillögum og greinar- gerð frá launanefnd St. Rv. (2.—3. tbl., II. árg.) og í sama blaði lielztu breyt- ingar, sem gerðar voru á frumvarpi til launasamþykktar 1. apríl 1939. Smiðs- höggið á allar þessar bollaleggingar um laun og starfskjör starfsmanna bæjar- ins vantar, sem er endanleg reglugjörð um þessi atriði. Reglugjörðin er að sönnu komin í frumvarp og launanefnd St. Rv. hefir gert sínar athugasemdir við frumvarpið (sjá 2.—3. tbl. II. árg.), en þar við situr. — Birting launasam- þykktarinnar hér má vekja menn til ítrekaðrar umhugsunar um nauðsyn þess, að gengið verði sem fyrst frá reglugjörðinni. Ritstj. I. kafli. Launakerfið. 1. gr. Fastir starfsmenn bæjarins, hvort sem þeir eru skipaðir af bæjarstjórn eða á annan hátt, fá skipunarbréf hjá borgarstjóra eða hafnarstjóra. Fastir starfsmenn teljast þeir, sem gegna störfum tilgreindum í 5. gr., eða störf- um, er síðar kunna að verða felld þar undir, og skipaðir eru í stöðurnar. 2. gr. Föstum starfsmönnum bæjarins er skipað í 16 launaflokka á þann hátt, sem í 5. gr. segir. Borgarstjóri skal vera utan launaflokka, og ákveður bæjar- stjórn laun hans. Starfsmenn í 1. launa- flokki skulu fyrst um sinn ráðnir með sérsamningi. 3. gr. Laun fastra starfsmanna miðast við útborgunareiningu (mánaðarlaun). — Launin greiðast fyrirfram mánaðarlega með ’/i2 árslaunanna. Á meðan starfs- maður er settur í stöðu, fær hann greidd :'/4 byrjunarlauna í sínum launaflokki. Nú flytst starfsmaður úr stöðu úr lægra launaflokki í stöðu í hærra launaflokki og skal hann þá taka laun á því launa- stigi í hinum nýja launaflokki, sem jafn- hátt er eða næst fyrir ofan þá launa- upphæð, er hann hafði náð í hinum lægra launaflokki.

x

Starfsmannablað Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Starfsmannablað Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/718

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.