Starfsmannablað Reykjavíkur - 01.09.1940, Blaðsíða 7
STARFSMANNABLAÐ REYKJAVlKUR
19
Frístundir í stað yfirvinnutíma.
í samþykkt um launakjör starfs-
manna bæjarins frá 1. apríl 1939 segir,
að ekki skuli greiða sérstaklega fyrir
aukavinnu, heldur skuli gefa frí í stað-
inn fyrir greiðslu til þeirra starfsmanna,
sem vinna aukavinnu. Ákvæðið er mjög
óljóst og úr vöndu að ráða, hvernig úr-
skurða skuli frístundir í stað yfirvinnu-
tíma. Hefir þetta valdið erfiðleikum í
sumum starfsgreinum, eins og t. d. hjá
slökkviliðinu, þar sem yfirvinnutímar
hafa safnazt fyrir hjá mönnum, án þess
að hægt væri að gefa tilsvarandi fjölda
frítíma í staðinn. Það er eitt af mörgu,
sem launareglugjörð fyrir starfsmenn
bæjarins þarf að kveða á um, hvernig
fara skuli með yfirvinnutíma. Vér erum
þeirrar skoðunar, að yfirvinna geti ver-
ið þess eðlis, að ekki komi til greina að
frítímar komi í greiðslustað fyrir hana.
Hitt er annað mál, að svo getur staðið
á, að það sé hentugt fyrir báða aðila,
starfsmanninn og bæjarstofnunina, að
einhver minniháttar en nauðsynleg yfir-
vinna sé ,,afplánuð“ með frídögum í rétt-
um sjóðinn, jafnframt auknum sltyld-
um. En jafnvel þó engu væri breytt um
fyrirkomulag eftirlaunamála starfs-
manna bæjarins, er það knýjandi nauð-
synlegt að viðurkenning fáist á sjóðn-
um, því hvorugur aðilji, bærinn og
starfsmenn hans, geta látið þar við sitja,
að það sé opinberlega véfengt, að Eftir-
launasjóður bæjarins sé fullkomlega
jafngild stofnun og eftirlaunasjóðir ein-
stakra fyrirtækja eða stétta.
L. S.
um hlutföllum við dagkaup og yfir-
vinnukaup. Annars er öll eðlileg yfir-
vinna þess efnis, að það er hvorttveggja
fyrir beztu, starfsmanninum og starfi
hans hjá bænum, að fullt endurgjald
komi fyrir hana. Eru þar til þrjár leiðir:
1. Full greiðsla yfirvinnukaups.
2. Frídagar með stundaf jölda í sam-
ræmi við yfirvinnukaup, sem ann-
ars hefði verið greitt, og
3. Greiðsla fyrir yfirvinnustundir
eins og um dagvinnustundir hefði
verið að ræða, en frítímar fyrir
mismuninn á dagkaupi og yfir-
vinnukaupi.
Ef greitt er fyrir yfirvinnu á einhvern
þann hátt, sem hér hefir verið nefnd-
ur, og sú aðferð valin í hvert sinn, sem
hentar bezt eftir atvikum, þá ætti hverj-
um yfirmanni bæjarstofnunar eða
starfsgreinar að vera vorkunarlaust að
tryggja þetta tvennt:
1: að yfirvinna sé ekki unnin að
óþörfu, og
2: að starfsmaðurinn haldi óskertum
kröftum til nauðsynlegrar dag-
vinnu.
Til þess að sýna hvernig önnur bæj-
arfélög hafa leyst úr vandamálum þess-
um, skal hér þýdd launasamþykkt bæj-
arráðsins í Esbjerg frá 24. okt. 1938.
Esbjerg er bær á stærð við Reykjavík,
svo að dæmið er nærtækt. Samþykktin
er á þessa leið:
1. Við öll meiriháttar störf (sem tek-
ur mánuð eða meira að leysa af hendi)
skal gera yfirvinnustundir upp á hverri
viku og leggja saman innan mánaðar-
ins. Ef þá hafa verið unnar 8 yfirvinnu-