Bankablaðið - 01.07.1935, Side 3

Bankablaðið - 01.07.1935, Side 3
bankabLaðið verðsins, sem varð á stríðsárunum. Fast- launamenn urðu fyrir því, að hið raun- verulega verðgildi launanna minnkaði, án þess að þeir, að öllum jafnaði, fengju það bætt upp, svo að nokkru verulegu næmi. Þessi mikla lækkun á tekjum þeirra varð oft samhliða því, sem breytingar voru gerðar á starfsháttum, sem eðli- lega urðu sökum samruna fyrirtækj- anna. Stórfyrirtækin gleyptu þau minni, og mörg stórfyrirtæki sameinuðust í önnur enn þá stærri. Þessar breytingar urðu oft örlagaþrungnar fyrir starfs- menn fyrirtækjanna. í minni fyrirtækj- unum var starfsmaðurinn oft á einhvern hátt persónulega tengdur vinnuveitand- anum. Hann fékk þar tækifæri til þess að sýna dugnað sinn og vandvirkni, svo að segja fyrir augunum á vinnuveitand- anum, og fékk oft fyrir það uppbót á einhvern hátt. Þetta eru hinar ánægju- legu hliðar þessa gamla skipulags. I stórfyrirtækjunum varð starfsskipting- in svo mikil, að hver starfsmaður fékk sitt ákveðna verk, sem oft var smáat- riði. Hann varð aðeins hlekkur í starfs- keðjunní og varð í starfi sínu háður starfshraða annara. Þetta útilokaði, að miklu leyti, möguleika fyrir hann til þess að sýna dugnað sinn. Það varð í rauninni meiri galli en kostur að skipta sér af eða að hafa áhuga fyrir starfi annara, eða öllu verkinu. Aðalatriðið varð að vera fljótur að leysa sitt ein- falda starf af hendi. Einstaklings- hyggjumaðurinn fann, að hann lækkaði í tigninni og varð aðeins einn meðal fjölda annara launtakenda, og varð að lúta vilja annara. Framtíðarmöguleik- arnir breyttust, m. a. sökum þess, að möguleikarnir til þess að stofna ný smá- fyrirtæki urðu minni og oft engir. Ár- § angurinn hlaut að verða sá, að starfs- maðurinn fór að líta öðrum augum á viðhorfin í þjóðfélaginu. Ég hefi hér nefnt tvö atriði, sem sennilega hvort fyrir sig hefði verið nægilegt til þess að vekja áhuga fyrir samtökum. Auk þess er þriðja atriðið, sem er þekkingin á samtökum verka- mannanna, er hafa sýnt sig að vera ör- uggt tæki til þess að gæta hagsmuna þeirra. Sá félagsskapur reyndist líka traustur bæði á ófriðarárunum og á kreppuárunum. Vöntun á samtökum fastlaunamanna er ekki annað en játn- ing um getuleysi þeirra til þess að bæta hag sinn. Bankastarfsmenn á Norður- löndum, Englandi og í Mið-Evrópu eru fyrstir þessara fastlaunamanna, sem skilið hafa þýðingu samtakanna og myndað hagsmunafélög. Til skýringar á því, sem ég hér að framan hefi sagt, ætla ég að nefna nokkrar tölur frá sænsku bankastarf- seminni. Árið 1910 voru 95 bankastofn- anir. Nú eru þær aðeins 29. Bönkunum hefir fækkað um rúml. % hluta. Einn banki í Stokkhólmi hafði þá (1910) 74 starfsmenn, en hefir nú á sömu skrifstofu 617, og ef öll útibú eru talin með, ekki minna en 2000 starfsmenn. Svipaðar tölur munu einn- ig vera í öðrum löndum innan samskon- ar starfsgreina. Hjá einkafyrirtækjunum eru oft mjög ójöfn starfskjör og hið mesta stjórnleysi ríkjandi. Jafnvel frá sjón- armiði framleiðandans er hið ríkjandi ástand óhagstætt. Sá vinnuveitandi, sem lætur sig þjóðarheill einhverju skipta og veitir starfsfólki sínu sæmileg vinnu- skilyrði, stendur einmitt fyrir það bet- ur að vígi en keppinautur hans, sem af gróðafýkn notar krafta starfsmanna

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.