Bankablaðið - 01.07.1935, Síða 4
4 '
sinna til hins ýtrasta. Slíkt ástand er
óþolandi og hlýtur einnig, þegar til
lengdar lætur, að vera öllum aðilum
óhagstætt.
Fyrir þann, er nánar vill athuga
þetta, koma mörg fleiri atriði til greina.
Verður t. d. mögulegt að fá nægilega
mikið af góðum vinnukrafti, ef kjörin
versna mikið úr þessu? Gildir ekki hag-
fræðireglan, því lægra verð, þess lakari
vörur, einnig um vinnukraftinn? Ef
þannig er, koma þessi lágu laun at-
vinnurekendunum sjálfum í koll. Er
ekki hætta á, að það sjálfstæði og það
frelsi, sem fastlaunamenn yfirleitt hafa
átt við að búa, að minnsta kosti á Norð-
urlöndum, fari forgörðum fyrir þeim
fjárhagslegu örðugleikum, sem þeir
eiga nú við að búa? Þetta þarf að athug-
ast. Það er auðvelt að eyða erfðum fjár-
sjóðum, en það er erfitt að afla þeirra
aftur.
Svo að ég komi aftur að þeim mál-
efnum, sem bankamannafélögin aðallega
hafa fengizt við á síðustu 2 áratugum,
þá hefir það sýnt sig, að örðugt hefir
verið að hafa áhrif á ráðningakjörin.
Það hefir þegar sýnt sig, að vinnuveit-
andinn getur ekki einn leyst það mál.
Hér þurfa hinir sameinuðu kraftar
vinnuþiggjendanna að koma til hjálpar.
En sameinaðir verða kraftarnir að vera,
því að án þess næst ekki tilætlaður ár-
angur, en sá árangur vinnst einungis
með rækilegri athugun á kjörum inn-
an ýmsra atvinnugreina og á ýmsum
stöðum, og slík rannsókn verður að vera
undirstaða undir skynsamlega samninga
milli þessara tveggja aðila.
Skylt er í þessu sambandi að benda
á örðugleikana í þessu máli. Hér um bil
hver einasti atvinnurekandi hefir feng-
ið tækifæri til þess að ákveða, í einstök-
BANKABLAÐÍÐ
um tilfellum, hvað séu hæfileg laun.
Venjulega eru þau ákveðin með tilliti
til getuleysis vinnuþiggjandans, sem
neyddur er til þess að hugsa sem svo:
Ég verð að taka því, sem mér býðst. Ef
launin verða of lítil, kemur það fram í
fjárhagsörðugleikum vinnuþiggjandans,
er hafa lamandi áhrif á vinnuþol hans,
áhuga fyrir starfinu og loks ef til vill
á heilsuna. Slík lausn á erfiðleikunum
er ekki skynsamleg. Bæði vinnu-
veitandi og vinnuþiggjandi þurfa að fá
óhlutdrægt mat á vinnkraftinum. Ef
spurt er um óhlutdrægan dómara í þess-
um málum, fær maður venjulega það
svar, að sá dómari sé framboðið og eft-
irspurnin. Þar sem framboð og eftir-
spurn mætist sé sannvirði vinnunnar.
Á atvinnuleysistímum mundi verðið
verða það, sem mundi kallast „dump-
ing“, ef um vöruverð væri að ræða, og
þykir ekki gott. Þar sem í þessu tilfelli
er um fólk að ræða, mundi slíku mati
á vörunni fylgja ýmsir þjóðfélagslegir
örðugleikar, sem ekki eru æskilegir. Er
þá nokkur önnur leið finnanleg, til þess
að ákveða launin? Frá sjónarmiði
bankamannafélaganna eru aðrar leiðir
til. Framfærslukostnaður fjölskyldu í
hverri stétt manna er nokkurnveginn
nákvæmlega þekktur. Þessi framfærslu-
kostnaður er að vísu dálítið breytileg-
ur, eftir því, hvar í landinu maðurinn
býr, og á hvaða aldri, í hvaða stöðu hann
er, og loks fer hann eftir því, hvernig
verðsveiflurnar eru í það og það skipt-
ið. Framfærslukostnaðinn er auðvelt að
reikna út, og sömuleiðis námskostnað-
inn. Ef byggt er á slíkum staðreyndum
er grundvöllurinn til, til þess að byggja
á lágmarkslaunareglur. Lágmarkslauna-
reglur hljóta það að verða, þar eð ekki
er hægt að taka tillit til persónulegra