Bankablaðið - 01.07.1935, Page 9

Bankablaðið - 01.07.1935, Page 9
BANKABLAÐIÐ 9 er lokið, hefjast skemmtiferðir or veizlu- höld, þar sem engum þarf að leiðast. Mót þessi njóta nú svo mikils álits hjá hinum Norðurlandaþjóðunum, að þau eru studd beint og óbeint af stærstu og merkustu félögum landanna, og t. d. bankarnir bæði í Danmörku og Svíþjóð veita starfsmönnum sínum aukafrí, ef þeir eru svo heppnir að verða meðal þeirra, er fá að fara, og greiða auk þess allan ferðakostnað þeirra, þannig að ferðin verður þeim að kostnaðarlausu. Gott dæmi þess, hvað sænskir banka- menn hafa betri aðstöðu en aðrir, er, að árlega fer vaxandi þátttaka bankamanna frá Svíþjóð, því að af 13 Svíum á síðasta móti í Stokkhólmi voru 9 bankamenn. Sambandsstjórn ísl. bankamanna bíð- ur nú mikið verkefni að koma þessum málum í viðunandi horf hér á landi. Hvort er betro, að fá útborgaðar í eitt skipti fyrir öll 45000 kr. eða 45 kr. á viku ætilangt? Einfaldara bókhald, ásamt reiknings- og bókhaldsvélum, varð þess valdandi,að Bank of England sagði upp 31. marz s.l. 1000 starfsmönnum. Bankinn vildi samt ekki reka þá alveg út á gaddinn, þótt hann hefði þeirra ekki not. Allir, sem látnir voru fara, voru á aldrinum 26 til 34 ára; þeim var öllum gefinn kostur á að velja á milli að fá út- borgaðar kr. 45.000.00 í eitt skipti fyrir öll eða kr. 45 á viku æfilangt. Af þessum 1000 mönnum völdu 700 að fá útborgað strax, en 300 vildu heldur fá vikulegu útborgunina. (Politiken, 1. apríl ’35). |olm DicöiDson & Co. Ltd. London eru þegar þekktir um land allt fyrir þær ágætu vörur, er þeir hafa á boðstólum. Það mun vart finnast sá hlutur, sem búinn er til úr pappír, sem Dichinson ekki hefir, og verð á öllu er mjög sanngjarnt. Sýnishorn og upplýs- ingar gefa aðalumboðs- menn okkar á íslandi II. Benediktsson & Co. Sími 1228

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.