Bankablaðið - 01.07.1935, Page 10

Bankablaðið - 01.07.1935, Page 10
10 BANKABLAÐIÐ Lárus G. Lúðvígsson B skóverzlun S er bezt. Allir bankasiarfs- menn og eitthvað af bankastjór- um eru sam- mála um, að beztar séu bifreiðar Sfeindórs Sími 1580 Kvennabanki. The Women’s Commercial Savings Bank í Shanghai á engan sinn líka í öllu Kínaveldi og þótt víðar sé leitað, því að meginþorri hluthafa, starfsliðs og við- skiptavina hans er kvenfólk. Uppruna- lega mun það hafa verið tilætlunin, að banki þessi yrði eingöngu starfræktur af konum fyrir kvenþjóðina, en síðar hefir verið slakað til í þessum efnum. Fjármálastefna bankastjórans, ung- frú S. W. Nyien, hefir verið sú, að gæta ýtrustu varúðar í hvívetna. Hefir þessi stefna hennar reynzt bankanum happa- drjúg, því að hann hefir vaxið jafnt og hægt, þrátt fyrir mjög örðuga tíma, sem riðið hafa mörgum kínverskum bönkum að fullu og öllu. The Women’s Commercial Savings Bank er stofnsett- ur árið 1924 með nálægt 500,000 kínv. dollara höfuðstóli, sem þá mun hafa jafngilt um 250,000 amerískra dollara, en gengissveiflur hafa síðan orðið mikl- ar og margar. Síðastliðið ár var nettó- ágóði bankans rúmlega $ 8,000.- og sparisjóðsfé hans nam þá meira en $ 2,350,000.-. Stofnunin á nú sitt eigið hús á bezta stað í Shanghai. Af 50 manna starfsliði bankans eru milli 30—40 konur. Bankinn rekur eng- in útibú, en annast allskonar banka- starfsemi auk sparisjóðsrekstursins. Starfsliðið er prýðilega æft og hinn bezti bankabragur á öllum rekstri stofn- unarinnar. Þótt bankinn sé eigi stór, borið sam- an við marga og öfluga keppinauta hans, hefir hann áunnið sér opinbera viðurkenningu og er skrásettur sam- kvæmt bankalögum landsins. Einnig er hann í The Joint Reserve of the Shang- hai Bankers’ Association. Heimild: Banking, aprílhefti '35.

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.