Bankablaðið - 01.07.1935, Qupperneq 11
BANKABLAÐIÐ
11
Förum í eigin barm.
Það hefir verið talið eitt af einkenn-
um einokunarverzlunarinnar, hve stirf-
in afgreiðslan venjulega var. Verzlunar-
þjónar litu tíðum stórum augum á sjálfa
sig og sýndu alþýðu manna hroka og
rembing, þótt þeir hinsvegar væru skríð-
andi kurteisir við þá, sem meira máttu
sín að þeirra dómi. Slík framkoma er
enginn menningarvottur, enda hefir
kaupsýslumönnum landsins nú skilizt
það, að hún er að minnsta kosti ekki
sem heppilegust á þeirri samkeppnis-
öld, er nú stendur yfir. Fyrir því er af-
greiðsla í búðum víðast hvar orðin góð
hér í bæ og í einstaka verzlunum ágæt.
Hinsvegar hefir það orð löngum legið
á bönkum þessa lands, að viðmót starfs-
manna yfirleitt gagnvart almenningi
væri ekki sem ákjósanlegast. Hér skal
ekki um það dæmt, hversu réttmætur
orðrómur þessi er. Aftur á móti væri
ekki úr vegi að athuga, hvaða eðliskostir
hverjum bankastarfsmanni eru sérstak-
lega nauðsynregir, auk hinnar sjálfsögðu
leikni og kunnáttu í starfinu.
I banka, eins og allar verzlanir, kem-
ur fólk af öllum stéttum og á öllum aldri.
Og svo er margt sinnið sem skinnið.
— Hálfáttræður öldungur tekur þeirri
hjálp með þökkum, sem hispursmærin
tvítuga kærir sig kollótta um eða tel-
ur óvirðing fyrir sig að þiggja. Slyngur
kaupsýslumaður þarfnast ekki þeirra
leiðbeininga, sem rosknum bónda kunna
að vera nauðsynlegar, þegar í bankann
kemur. Og þannig mætti lengi telja. —
Liggur því í augum uppi, að glöggur
mannþekkjari stýrir fram hjá mörgum
skerjum, sem sá, er vinnur hugsunar-
laust eða eins og sjálfvirk vél, steytir
bát sinn á. Auk þess skapar sönn mann-
þekking, eins og öll önnur þekking, alúð-
legt og yfirlætislaust viðmót. Það skal
fúslega játað, að ekki er alltaf auðvelt
að vera jafnalúðlegur við alla, en góð-
látleg kýmni kemur oft í góðar þarfir í
þessum efnum.
Þetta tvennt, ATHYGLI og KÝMNl,
geta menn tamið sér, eins og flest ann-
að, og mun enginn iðrast fyrirhafnar-
innar, sem því er samfara, því að hvor-
tveggja eðliskostirnir miða að því að
létta manni starfið og þá um leið hið
daglega líf.
Leiti nú hver hjá sér, þú hjá þér og
undirrituð hjá sér, hvort við eigum nóg
af eðlisþáttunum tveim.
Bára.
JUNO eldavélar
hvítar, emalj. eru viðurkenndar
fyrir gæði um land allt.
Stærðir við allra hæfi ávalt
fyrirliggjandi.
Á.Einarsson & Funk
Vörur sendar um land allt gegn
póstkröfu.