Bankablaðið - 01.07.1935, Side 12
12
kANKABLAÐIÐ
Vélar og vinna.
Vér lifum og störfum nú á merkileg-
um tímamótum, þar sem vélavinnan
meir og meir er að létta undir við alla
vinnu, og fækkar því starfsmönnum í
hverri grein.
Á öðrum stað hér í blaðinu er sagt frá
því, hvernig vélavinnan varð þess
valdandi, að The Bank of England
neyddist til þess að segja upp 1000
starfsmönnum á einum degi, vegna þess
að bókhaldi hans var breytt í vélavinnu.
Þótt einkennilegt sé, ber bankamönn-
um, t.d. í Svíþjóð og Danmörku, ekki
saman um áhrif vélanna á starfsmanna-
fjöldann. í Svíþjóð — að minnsta kosti í
Stokkhólmi — er það áberandi, að í
stærstu bönkunum hefir ekki verið
fylgzt með tímanum á þann hátt að
kaupa nýtízku vélar til bókfærslu. Sví-
ar fara ekki dult með, hver orsökin sé,
en hún er sú, að þeim er ljóst, að vax-
andi vélavinna hefir í för með sér upp-
sagnir og atvinnuleysi hjá núverandi
starfsmönnum bankanna.
Stórbankarnir dönsku hafa aftur á
móti notað sér tækni vélanna til fulln-
ustu, þannig að óvíða mun lengra komið
í notkun bókfærsluvéla en þar.
Danskir bankamenn viðurkenna yfir-
leitt ekki, að vélavinnan hafi orðið til
að fækka starfsmönnum bankanna, en
þess má geta, að þetta mun ekki alls
kostar rétt. Sé miðað við tölu starfs-
manna bankanna í Danmörku eftir stríð-
ið, er áhrif stríðsins og hrun í gengis-
málum var orðið þess valdandi, að allt
að 20% starfsmanna stærstu bankanna
var sagt upp, þá mun tölu starfs-
manna hafa heldur fjölgað en fækkað.
En þess ber að gæta, að viðskiptin
hafa margfaldazt, þar sem annars stað-
ar, og það, sem mestu máli skiptir, er,
að nú er mikill hluti starfanna unninn
af ungum stúlkum, er yfirleitt geta ekki
komizt upp í hærri laun en kr. 1.800.00
á ári, enda gjört ráð fyrir, að þær séu
yfirleitt ekki lengur við störfin en frá
17—18 ára til giftingar, ca. 23—25 ára.
Nú er svo komið, að einnig vér íslend-
ingar erum farnir að fylgjast með í
að nota fullkomnar bókfærsluvélar. Ein-
staka opinber skrifstofa hefir fengið sér
bókhaldsvél, og Landsbankinn hefir
fengið fullkomnar bókhaldsvélar til að
afgreiða með í sparisjóðsdeild bankans,
en sem jafnframt er hægt að nota til
að afgreiða allt annað í bankanum, ef
þörf krefur og jafnóðum og ástæða er
til. —
Svona hvítar tennur getið þér haft
með því að nota ávalt
Rósól-tannkremið
i þessum t iburn.