Bankablaðið - 01.07.1935, Side 13
BANKABLAÐIÐ
iá
Utanfarir bankamanna.
Allt frá því að forfeður vorir festu
byggð hér á landi hafa ungir menn leit-
að til annarra landa. — Fyrst framan
af fóru þeir til þess að leita sér fjár og
frama í hernaði og þjónustu erlendra
höfðingja. — Nú hafa tímar breytzt, en
enn leita ungir menn utan. Erindið er
aðeins nokkuð annað: Fju'st og fremst
það, að búa sig undir lífsbaráttuna, auka
kunnáttu sína og möguleika til þess að
geta orðið nýtir starfsmenn þjóðar sinn-
ar á ýmsum sviðum.
Bankastarfsemin á Islandi er tiltölu-
lega mjög ung. Þjóðbankinn, elzti banki
landsins, verður fimmtugur á þessu ári.
— Þessi starfsemi er því enn, svo sem
vænta má, rekin með nokkrum frumbýl-
ingsbrag. Vér bankamenn eigum flest-
ir enn eftir að læra mikið til þess
að ná þeirri þekkingu og þeirri starfs-
leikni, sem nauðsynleg er talin með hin-
um stærri menningarþjóðum. Nú munu
ýmsir svara því til, að við getum komizt
af með minna í þessum efnum, sem öðr-
um, en stórþjóðirnar. En eins og við-
skiptaástandið í heiminum er nú orðið,
er þess áreiðanlega full þörf, að sem
flestir þekki og skilji almennustu við-
skiptareglur viðskiptalandanna og
starfshætti bankastofnana þeirra. — Af-
koma þjóðarinnar öll byggist, sem kunn-
ugt er, mjög á því, hvernig tekst með
viðskiptin við útlönd. Það er því aug-
Ijóst mál, að það skiptir miklu fyrir all-
an almenning í landinu, að þeir, sem að
þessum málum vinna, kunni vel til
starfa. Yfiiieitt má segja, að viðskipta-
málin séu nú mestu vandamálin, og þjóð-
inni er því áreiðanlega mikil þörf hæfra
krafta á því sviði. Úiiausn þessara
mála er mjög undir því komin, hvernig
Andersen
&
Laufh h.f.
Klæðoverzlun
og
sau m asfof o
Austurstræti 6
1. flokks
efni
og
vinna.