Bankablaðið - 01.07.1935, Blaðsíða 15
BANKABLAÐIÐ
á haldið, að þetta yrði til mikils ávinn-
ings, bæði fyrir starfsmennina og bank-
ana. — Að 10 árum liðnum, þegar 10
af starfsmönnum Landsbankans og 5 af
starfsmönnum Útvegsbankans hefðu
notið góðs af lærdómsríkum og þrosk-
andi kynnum af starfsháttum erlendra
banka, og jafnframt aukið tungumála-
kunnáttu sína, má vænta þess að starfs-
lið bankanna verði, sem heild, betur fært
um að leysa störf sín af hendi en áður
og allur ávinningur starfsmannanna í
þeim efnum er jafnframt ávinningur
bankanna sjálfra.
Z.
Snarl.
Fyrir nokkru ákvað framkvæmdar-
stjórn Landsbanka íslands að veita 2.
ílokks fulltrúastöðu við innheimtudeild
bankans. Sú vinsæla nýbreytni var tek-
ín upp, að staðan var auglýst til um-
sóknar meðal starfsmanna bankans. —
Umsækjendur urðu 15, en staðan er
óveitt enn.
Brynjólfur Þorsteinsson, fulltrúi í
Landsbanka íslands, átti 20 ára starfs-
afmæli hinn 8. apríl s. 1.
Vegna aldurs hafa þessir starfsmenn
Landsbanka íslands látið af störfum 30.
júní s. 1.:
Snæbjörn Arnljótsson og Bjarni
Hjaltested. Höfðu þeir báðir notið al-
mennra vinsælda meðal starfsbræðra
sinna.
Samband íslenzkra bankamanna gekkst
fyrir ársskemmtun bankamanna að Hót-
el Borg 16. marz s. 1. og skemmtiför í
Laugardal 30. maí. Fór hvorttveggja
fram hið bezta.
15
Allskonar
húsgögn
fyrirliggjandi
og
smíðuð
eftir
pöntun.
Friðrik
Þorsteinsson
Skólavörðustíg
12
Þeir, sem leggja áherzlu á
góðar vörur
— en þó ódýrar —
ættu að reyna viðskiptin við
Verzlunin
Björn Kristjánsson,
Jón Björnsson & Co.