Bankablaðið - 18.09.1935, Qupperneq 5

Bankablaðið - 18.09.1935, Qupperneq 5
BANKABLAÐIÐ 19 hinn eiginlega flutningsmann frv.“, svo líklega hefir hann lagt drýgstan skerf til að semja það, en hitt er víst, að Ein- ar fylgdi því með miklum krafti í um- ræðunum. Samkvæmt frv. átti stjórnin að gang- ast fyrir því, að stofna í Reykjavík banka, „er sé seðlabanki, lánbanki og geymslubanki“ (þ. e. taka fé til geymslu og ávöxtunar; sparisjóðsfé). til stofnkostnaðar. Bankastjóra átti Alþingi að kjósa, en landshöfðingi að staðfesta kosninguna. Þetta eru aðaldrættirnir úr þessu fyrsta frv. um Landsbankann. I umræðunum sætti frv. strax allmikl- um andblæstri frá landshöfðingja, Árna landfógeta, Thorsteinsson o. fl. Voru þeir varfærnir mjög vegna landssjóðs- ins; vildu helzt ekki láta hann vera að Jón Pétursson. Einar Ásmundsson. Skúli Oorvarðarson. Arnljótur Ólafsson. Bankinn átti að vera hlutabanki með einnar milljón kr. stofnfé, og átti lands- stjórnin að gefa út skuldabréf fyrir þessari upphæð, en selja síðan helming bréfanna hverjum sem kaupa vildi. Hinn helming bréfanna átti viðlagasjóð- ur að kaupa. Bankinn mátti gefa út seðla fyrir sömu upphæð og hin seldu hlutabréf hans námu, en aldrei meira. Seðlarnir áttu að gilda 5 kr., 10 kr. og 50 kr. Þriðja hluta af stofnfénu átti bankinn að hafa fyrirliggjandi í slegnum gull- og silfurpeningum, til að leysa til sín seðla, ef eigendur þeirra óskuðu, m. ö. o. seðlarnir áttu að vera innleysanlegir. Bankinn átti að lána út fé „gegn nægu og tryggu veði, einkum fasteigna- veði“. Landssjóður skyldi lána bankan- um 10 þús. kr. til 10 ára með 4 % vöxtu vatast í bankastofnun, sem væri verk einstakra manna. Tryggingin fyrir seðl- unum væri of lítil, viðlagasjóður gæti ekki keypt hlutabréf fyrir millj. kr„ því að fé hans væri að miklu leyti fast, hlutabréfin væru á ábyrgð landssjóðs o. s. frv. Fyrir frv. töluðu af mikulm krafti flutningsmennirnir Jón Pétursson og Einar Ásmundsson; ennfremur Sighvat- ur Árnason og séra Benedikt Kristjáns- son. Máli þessu lauk svo í deildinni, að það var samþykkt með 6 atkv. af 11. Bankamennirnir höfðu þar yfirhöndina. En í neðri deild fór á aðra leið. Þar skiptust þingmenn í tvo flokka um frv., alveg þá sömu eins og um lánsfélagsfrv. Arnljótur Ólafsson, Jón Jónsson og Jón Ólafsson urðu þar fyrirliðar þeirra manna, sem vildu stofna bankann og

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.