Bankablaðið - 18.09.1935, Síða 6
20
BANKABLAÐIÐ
samþykkja frv., en Grímur Thomsen,
Tryggvi Gunnarsson og Þorsteinn Thor-
steinsson voru foringjar hinna. Eftir
miklar umræður var frv. fellt þar með
14 atkv. gegn 7.
Efri deild, eða fylgjendur bankans
þar, svöruðu þessu svo fáum dögum síð-
ar, að þeir felldu frumvarpið um láns-
félagið, sem stjórnin bar fram, og and-
mælendur bankans í n. d. börðust mest
fyrir. Þinginu 1881 lauk því þannig, að
ekkert jákvætt lá eftir það, til að bæta
úr lánsþörfinni, en vafalaust hefir
bankafrv. á þessu þingi og umræðurnar
um það átt nokkurn þátt í því, að sam-
eina hugi þingmanna um stofnun Lands-
bankans, þó það yrði ekki fyrr en 4 ár-
um síðar.
Bankamálið á næstu þingum.
Á næsta þingi, 1888, eru borin fram
tvö frumvörp um stofnun banka, sitt í
hvorri deild. Fylgjendur bankans í efri
deild báru fram frv. líkt því, sem þeir
samþykktu 1881 og áður er lýst. En
meiri hluti n. d. vildi enn ekki fallast á
það.
En nú var hann þó orðinn því fylgj-
andi, að stofna banka, sem átti einkum
að vera fasteignabanki, en mátti þó
setja upp deild fyrir almenn bankastörf
og jafnvel að gefa út seðla, er væri
tryggðir með gulli.
En ekkert samkomulag varð á milli
deildanna um þessi frumvörp. Það, sem
önnur samþykkti, það felldi hin. Og svo
lauk því þingi. En nú voru allir orðnir
sammála um að stofna banka og var þá
mikið fengið, en þingmenn greindi enn
á um það, í hvaða formi hann ætti að
vera og að hve miklu leyti landið ætti
að vera við hann bundið. í málið var
líka komið kapp og stífni milli deild-
anna. Hér þurfti góður sáttasemjari að
koma til sögu, til að koma á miðlun, svo
að stofnun bankans þæfðist ekki leng-
ur fyrir þinginu. Og sem betur fór, var
sá sáttasemjari til innan veggja þings-
ins. Það var landshöfðinginn Bergur
Thorberg.
Bergur Thorberg.
Bergur Thorberg, sem varð landshöfð-
ingi 1882, er Hilmar Finsen fór til
Kaupmannahafnar, hafði setið á undan-
förnum þingum og þekkti því vel ágrein-
ing þingmanna um þetta mál.
Fyrir þingið 1885 hafði hann skýrt
dönsku stjórninni frá bankafrv. fyrri
þinga og hvað þingmenn greindi á um
þau, vafalaust með ósk um það, að hún
leitaði til þjóðbankans danska, til að
finna þá leið í málinu, sem allir þing-
menn gætu fallist á. Þetta gerði stjórn-
in. Þjóðbankastjórnin vildi ekki fallast
á frv. fyrri þinga, heldur lagði hún til,
að stofnsetja bankann með lánstrausti
landssjóðs, þ. e. að landssjóður gæfi út
seðla að upphæð hálfa milljón kr., sem
væru óinnleysanlegir, og lánaði þá bank-
anum sem stofnfé.
I þingbyrjun (8. júlí) 1885 lagði svo
Bergur Thorberg fyrir stjórnarinnar
hönd frv. um stofnun landsbanka fyrir
þingið, sem byggt var á þessum grund-
velli.