Bankablaðið - 18.09.1935, Page 15

Bankablaðið - 18.09.1935, Page 15
RANKABLAÐIÐ 29 Landsbankahúsið nýja' þús. kr. Tryggvi Gunnarsson var þá bankastjóri, og sá um byggingu þessa að öllu leyti. Þetta hús eyðilagðist í brunanum mikla 1915. Flutti bankinn þá fyrst í pósthúsið, sem þá var ný- byggt, og var þar í rúm 2 ár, en síðan í hús Nathans og Olsens, nú Reykja- víkur apótek, og var þar í tæp 7 ár. I. marz 1924 flutti bankinn í hið nýja hús sitt, sem byggt er á sama stað í Austurstræti og hið fyrra hús hans stóð. Er það enn með stærstu byggingum hér á landi. Það kostaði með lóð og brunarústum ,,gamla bankans“ um 900 þús. kr. Eitt herbergi í kjallara hússins — geymsluhólfahvelfingin, sem er al- gjörlega eldtrygg og sérlega vönduð að öllum frágangi — kostaði 80 þús. kr., eða álíka og gamla bankabyggingin. Nú- verandi bankastjórar létu byggja þetta hús handa bankanum. Starfsfólk o. fl. Þegar bankinn byrjaði störf sín hafði hann aðeins 2 starfsmenn, bókara og fé- hirði, og mun svo hafa verið fyrstu ár- in. Og 1905 eru starfsmennirnir ekki fleiri en 7 við aðalbankann. 1910 eru þeir orðnir 11 og fer svo stöðugt fjölg- andi. Starfsmenn aðalbankans eru nú 63, þar af eru 17 konur. Fyrri helming æfinnar hafði bankinn enga konu í starfsmannahóp sínum. Starfsmenn við útibúin eru alls 24, svo starfsfólk bankans er nú samtals 87,

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.