Bankablaðið - 18.09.1935, Side 22
36
BANKABLAÐIÐ
John Dickinson
& Co., Líd.,
London,
eru þegar þekktir um
land allt fyrir þær
ágætu vörur, er þeir
hafa á boðstólum. Það
mun vart finnast sá
hlutur, sem búinn er
til úr pa p pí r, sem
Dickinson ekki hefir,
og verð á öllu er mjög
sanngjarnt.
Sýnishorn og upplýs-
ingar geta aðalum-
boðsmenn okkar á Is-
landi:
H. Benediktsson & Co.,
Sími 1228.
Taumlausar yfirtroðslur.
Ef þeir menn, sem að jafnaði búa til
árásarefni á bankamenn, — sem stétt, -
úr yfirsjónum einstaklinganna, kepptu
ekki að því ákveðna marki, að „skipu-
leggja“ öfugstreymið, þá getur varla hjá
því farið, að þeir rækju sig all ónotalega
á þau sannindi, að þekking og margra
ára reynsla bankamanna hefir verið lít-
ilsvirt á alla lund, og margir þeirra
sviftir fyrir fullt og allt hinum varfærn-
ustu framtíðarvonum.
Nú geta allir skilið það, að taumlausar
yfirtroðslur á réttindum manna gera
annað hvort, að sigra, eða gerbreyta
réttri lífsstefnu einstaklingsins, því
hvaða maður myndi t. d. hafa löngun til
að búa til listaverk, ef hann væri sann-
færður um, að enginn, hvorki fyrr né
síðar, kynni að meta það, eða myndi
nokkur maður vera sá græningi, að eyða
beztu árum æfi sinnar og miklu fé til
þess að nema vísindi, ef hann á annan
auðveldari hátt gæti selt ímyndaða þekk-
ingu sína fyrir úrvals stöður og tryggt
lifsviðurværi? En almenningur, sem er
á valdi öfga og blekkinga, hann gerir
fremur lítið að því, að athuga orsakir,
eða hlýða á þær málsbætur, sem undan-
tekningalítið myndu upplýsa, að það
valcl, sem að ósekju hefir sett starfs-
mönnum bankanna takmörkuð skilyrði
í viðleitni þeirra upp á við, hefir beint
og óbeint orsakað þær misfellur, sem
orðið hafa á starfi manna í bönkunum,
því alger kyrrstaða í starfi gerir, auk
þess, sem fyrr segir, það að verkum, að
öll endurskoðun og eftirlit verður harla
lítils virði. Gætu menn gert sér grein
fyrir þessurn staðreyndum, þá verður
ljóst, að refsingin ein megnar ekki að
hafa tilætluð áhrif, sérstaklega þegar