Bankablaðið - 01.04.1936, Side 1

Bankablaðið - 01.04.1936, Side 1
BANKABLAÐIÐ 2. ÁRG. APRÍL 1936 | 1. TBL. ' / Námssjóður starfsmarma Landsbanka Islands. Eins og bankamenn sjálfsagt muna, gaf Landsbanki íslands starfsmönnum sínum kr. 25.000.00 til sjóðstofnunar í tilefni af 50 ára afmæli bankans 18. sept. s.l. — Var svo fyrir mælt í yfir- lýsingu bankans um gjöf þessa, að skipulagsskrá skyldi samin af félagi starfsmanna, sem viðurkennt væri af stjórn bankans og skipulagsskráin síð- an samþykkt af stjórn bankans. Fyrir all-löngu var kosin nefnd til þess að semja skipulagsskrá. Skilaði hún frumvarpi, en um það hefir síðan staðið all-mikill styr, þar til nú nýlega, að samkomulag hefir náðst, og skipu- lagsskráin öðlazt staðfestingu banka- ráðsins, 18. apríl. Þykir ekki ástæða til að rekja þær umræður eða afleiðing- ar, er „fæðingin" hafði í för með sér, en þar sem telja má víst, að banka- menn almennt hafi beinlínis og óbein- línis áhuga fyrir þessu máli, þykir vel hlýða að birta hér skipulagsskrána í heild, og er hún svo hljóðandi: SKIPULAGSSKRÁ fyrir námssjóS starfsmanna Landsbanka Islands. 1. gr. Sjóðurinn heitir: Námssjóður starfs- manna Landsbanka íslands og er eign starfsmanna hans, undir stjórn st£,rfsmannafélags, sem viðurkennt er af stjórn bankans. 2. gr. Stofnfé sjóðsins er kr. 25.000 — tuttugu og fimm þúsund króna — gjöf frá Landsbanka íslands til starfsmanna bankans á 50 ára afmæli hans 18. sept, 1935. 3. gr. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsmenn bankans til aukinnar menntunar í starfsgrein þeirra, inn- anlands eða utan. 4. gr. Höfuðstól sjóðsins má aldrei skerða, og ávaxtist hann í Landsbanka ís- lands, eða verðbréfum hans. 5. gr. Af vöxtum sjóðsins skal árlega verja % hlutum til styrktar starfs- mönnum bankans, í fyrsta sinni árið 1937. Þegar sjóðurinn er orðinn kr. 50,- 000 — fimmtíu þúsund krónur — skal verja % hlutum vaxtanna árlega, og er hann nemur kr. 100,000 — eitt hundrað þúsund krónum — skal verja % hlutum í sama tilgangi. Falli styrk- ur niður eitt skipti eða fleiri, má veita hann síðar eftir ákvörðun sjóðsstjórn- ar. Verði styrkur eigi veittur í þrjú ár samfleytt, skal leggja vextina alla við höfuðstól fjórða árið, ef styrkveiting fellur þá einnig niður, og alltaf síðan,

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.