Bankablaðið - 01.04.1936, Side 7

Bankablaðið - 01.04.1936, Side 7
BANKABLAÐIÐ 7 Sumarfrí. — Vefrarfrí. Nú fer að líða að þeim tíma, að starfsmenn bankanna fái sumarfrí. Þar sem um stóran hóp manna er að ræða, er það vandasamt og oft vanþakklátt verk að deila út fríunum svo, að allir séu ánægðir. Flestir munu helzt vilja fá frí í júlí eða ágúst, sem og er afar skiljanlegt, þar sem þá er að jafnaði skemmtilegast í sveitinni og veðurblíð- an mest. Þó að nú flestir óski sér þessa tvo mánuði, er ekki ósennilegt, að nokkrir myndu alveg eins kjósa sér frí að vetrarlagi nú, þegar hægt er að iðka vetraríþróttir við góða aðstöðu og út- búnað skammt frá bænum. Hér er nú vaknaður almennur áhugi fyrir vetrar- íþróttum, og sást það bezt nú um pásk- ana, þegar menn og konur hópuðust svo hundruðum skipti út úr bænum til þess að njóta páskafrísins í heilnæmu fjallalofti, enda þótt veður að þessu sinni væri frekar óhagstætt. Útivera á fjöllum uppi að vetrarlagi er án efa ekki síður til heilsubótar en sumardvöl í sveit, en hingað til hefir lítið verið gert til þess að stuðla að því sérstak- lega, að menn velji sér frí frekar á öðrum tímum en t. d. í júní eða júlí. Eitt er það, sem vafalaust myndi hafa tilætluð áhrif, og það er, eins og reynd- ar tíðkast víða um lönd, að veita þeim t. d. viku aukafrí, er taka vildu frí að vetri til, eða þeim tíma, er heppilegast- ur er frá bankans sjónarmiði. — Með þessari tilhögun væri sennilega hægt að komast hjá mörgum þeim árekstrum, er nú vilja stundum verða vegna sum- arfríanna, auk þess, sem með þessu væri ef til vill hægt að komast hjá því að taka aukahjálp á sumrin. Líffryggingar með árlegum, missirislegum, ársfjórðungslegum og daglegum íðgjaldagreiðslum. LÍFTRYGGINGARDEILD SJÓVÁTRYGGINGARFJELAGS ÍSLANDS H.F. I

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.