Bankablaðið - 01.04.1936, Qupperneq 14

Bankablaðið - 01.04.1936, Qupperneq 14
14 BANKABLAÐIÐ Þórhalli Tryggvasyni úr Búnaðarbank- anum. Kjörbréfanefnd fann ekkert að athuga við umboð þau, er fyrir lágu. Fór kosning þá fram, og var Einvarður Hallvarðsson kosinn forseti fyrir næsta ár. Kosning meðstjórnenda fór þannig, að kosningu hlutu: af A-lista: F. A. Andersen, - C-lista: Elías Halldórsson, - B-lista: Haukur Þorleifsson, - A-lista: Björn Björnsson. en í varastjórn þessir: af A-lista: Jóhanna Þórðardóttir, - A-lista: Gísli Gestsson, - C-lista: Guðm. Ólafs, - B-lista: Sig. Bjarklind. Endurskoðendur voru kosnir: Jón Jónsson, Landsbankanum, Jóhann Árnason, Útvegsbankanum. Hinn nýkjörni forseti gerði tillögu um það, að árstillög sambandsfélaga væru óbreytt og innheimtu hagað á sama hátt og áður. Var þetta samþykkt með öllum atkvæðum gegn einu. Talaði forseti síðan nokkur orð til fundarmanna og óskaði þess, að menn vildu líta á sambandið sem eina heild, en ekki vera með reipdrátt um það, úr hvaða banka menn væru. Fleira var ekki tekið fyrir. Fundi slitið. Félag starfsmanna Búnaðarbanka ís- lands var stofnað 7. febrúar. Stjórnina skipa: Þórður Sveinsson, formaður. Magnús Þorsteinsson, ritari. Þórir Baldvinsson, gjaldkeri. Húsabyggingar bankamanna. I síðastliðnum septembermánuði vakti eg máls á því hér í blaðinu, hvort ekki myndi mögulegt fyrir bankamenn að mynda einhverskonar samtök um bygg- ingu íbúðarhúsa, og skoraði jafnframt á stjórn S. í. B., að taka það mál til yfirvegunar hið allra fyrsta. Það hefir vakið undrun okkar margra, hve þessu þýðingarmikla máli hefir ver- ið lítill gaumur gefinn, og áhugi fyrir því meðal bankamanna yfirleitt virðist ekki hafa verið eins mikill og mátt hefði ætla. Eg hefi reyndar heyrt, að fráfar- andi stjórn Sambandsins hafi eitthvað leitað fyrir sér um væntanlega lántöku, en með litlum eða engum árangri, og á fyrsta fundinum í vetur stóð til að gef- in yrði skýrsla um þær tilraunir, en ein- hverra orsaka vegna var því þá frestað og síðan hefir ekkert heyrzt um málið. Nú vil eg beina þeirri spurningu til sambandsstjórnarinnar, hvort mögu- leikarnir fyrir byggingarsamtökum meðal bankamanna hafi verið ýtarlega rannsakaðir, og ef svo skyldi vera, að hvaða niðurstöðu hafi verið komizt. En sé þetta enn að mestu leyti órannsakað, þá endurtek eg áskorun mína um, að stjórnin geri ráðstafanir til að málið verði skjótlega tekið til rækilegrar at- hugunar. sv. Bankamenn verzlid við þá, sem auglýsa í Bankablaðinu.

x

Bankablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.