Bankablaðið - 01.04.1936, Blaðsíða 12

Bankablaðið - 01.04.1936, Blaðsíða 12
12 BANKABLAÐIÐ Þeir, sem leggja áherzlu á góðar vörur - en þó ódýrar - ættu að reyna viðskiptin við Verzlunin Björn Kristjánsson, Jón Björnsson & Co. Gleðilegt sumar! Kolasalan sf. óhæft. Orðin og hugtökin um öreigana og alræði öreiganna verða einnig tek- in til athugunar. Svo sem kunnugt er, hafa í flokkum ,,socialista“ og jafnvel ,,kommúnista“ verið sumir af mestu iðjuhöldum heimsins og menn fæddir til hinna mestu metorða, er borið hafa og bera með réttu tignarheiti þau, sem æðst eru á meðal elztu og mest virtu menningarþjóða heimsins. Frh. B. Aðalfundur Sambands ísl. bankamanna. CÚtdráttur úr fundargerðarbók). Ár 1936, mánudaginn 17. febrúar, var aðalfundur Sambands íslenzkra banka- manna haldinn í herbergjum starfs- manna Landsbanka fslands. — Forseti sambandsins, Haraldur Johannessen, setti fundinn og stakk upp á Eiríki Ein- arssyni sem fundarstjóra, og var það samþykkt. Fundarritari var skipaður Hjálmar Bjarnason. Fundargjörð síð- asta fundar lesin upp og samþykkt. Var þá gengið til dagsskrár samkv. lögum sambandsins: 1. Forseti gaf skýrslu um starfsemi sambandsins á liðnu ári og gat helztu viðburða og verkefna, er sambandið og stjórn þess höfðu beitt sér fyrir. Þá gat hann þess, að félag starfs- manna Búnaðarbanka íslands hefði sent umsókn um upptöku í samband- ið, en lýsti því jafnframt yfir, að stjórnin hefði ekki haft tíma til að athuga lög félagsins o. fl., þar sem beiðnin væri aðeins nýkomin í hend- ur stjórnar sambandsins. Gat hann þess, að af þessum orsökum yrði beiðnin ekki tekin fyrir nú, enda hefði hann haft tal af formanni F. S. B. í., sem hefði fallizt á, að fresta þessu máli, ef svo bæri undir. 2. Lesnir voru upp endurskoðaðir reikn- ingar ,,Bankablaðsins“ og sambands- ins, og þeir samþykktir í einu hljóði. 3. Stjórnarkosning. — Fyrst var tekin fyrir kosning forseta. Brynjólfur Þorsteinsson tók til máls. — Hann kvað sér þykja leitt, að samkomulag hefði ekki náðst við F. S. Ú. í. um

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.