Bankablaðið - 01.04.1936, Side 15
BANKABLAÐÍÐ
15
Snarl.
Kristján S. Kristjánsson, starfsmað-
ur í Landsbanka íslands, hefir nýlega
gefið út skáldsögu, er hann nefnir Sól-
veig. Bókin er mjög lipurt skrifuð og
með talsvert rómantiskum blæ. Margir
starfsmenn hafa það, sem kallað er
„hobby“, þ. e. verja tómstundum sín-
um til að iðka íþróttir eða annað sér
til dægrastyttingar. Það eru þó senni-
lega fæstir, sem hafa það á valdi sínu
að gerast rithöfundar, en þetta hefir
Kristjáni tekizt. Hann hefir áður látið
ýmislegt frá sér fara á prenti. Allt er
það af vandvirkni gert, og vill sá, er
þetta ritar, hvetja samstarfsmenn höf-
undarins og aðra bankamenn til þess
að kaupa þessa síðustu bók hans.
a.
Tveir starfsmenn tJtvegsbanka Is-
lands h.f., þeir Halldór Halldórsson,
Akureyri, og Þórarinn Nielsen, Reykja-
vík, eru nýkomnir úr ferðalagi til Mið-
jarðarhafslandanna.
Ólafur Thorarensen, útibússtj. Lands-
banka íslands, Akureyri, er staddur hér
í bænum um þessar mundir.
NámssjóSur starfsmanna Landsbanka
íslands. Á fundi í F. S. L. I., hinn 29.
apríl, fór fram kosning í stjórn sjóðs-
ins. Þessi hlutu kosningu:
Þorgils Ingvarsson,
Þorsteinn Jónsson,
Jóhanna Þórðardóttir,
Haraldur Johannessen,
F. A. Andersen.
Pciskafríið. Samkvæmt áskorun frá
nokkrum starfsmönnum Landsbanka
Bezta rjólið
og
munntóbakið
er frá
Brödrene
Braun A4
Kaupmannahöfn.