Bankablaðið - 01.05.1937, Blaðsíða 3

Bankablaðið - 01.05.1937, Blaðsíða 3
BANKABLAÐIÐ 3 Aðalfundur Sambands íslenzkra bankamanna. Aðalfundur Sambands íslenzkra bankamanna var haldinn fimtudag- inn 11. febrúar s.l., eins og auglýst hafði verið. Var fundarsókn allgóð og sóttu fundinn 45 fjelagsmenn. For- seti setti fundinn, skipaði Harald Jóhannessen fundarstjóra og Hjálmar Bjarnason fundarritara. Þegar lesin hafði verið fundar- gerð síðasta fundar og samþykkt, tók kann að fara, jafnmikla upphæð ásamt vöxtum til Lífeyrissjóðs íslands og við- komandi sjóðfélagi hefði greitt til hans, ef hann hefði ekki verið meðlim- ur íEftirlaunasjóði starfsmanna Lands- banka íslands. Vér vonum að háttvirt allsherjar- nefnd neðri deildar Alþingis sjá sér fært að verða við þessari málaleitun vorri, og munum vér vera fúsir til þess að koma á fund nefndarinnar og ræða við hana um málið, ef þess kynni að verða óskað. Virðingarfyllst, Stjórn Félags starfsmanna Landsbanka íslands. Allar breytingar á Alþýðutrygging- arlöggjöfinni döguðu upp á síðasta þingi — og bíður þessi, sem aðrar, seinni tíma. Bankamenn ættu samt að vera á verði, næst þegar þing kemur saman, og hefja þá á nýjan leik áróður tij framgangs þessum breytingartillögum, sem lýst er í bréfinu. forseti til máls og gaf greinilega skýrslu um störf Sambandsins á síð- asta ári. Fer hér á eftir útdráttur úr ræðu hans. Sambandinu hafði bætzt 3 nýir fé- lagar úr Sparisjóði Reykjavíkur og ná- grennis. Tvö tölublöð af Bankablaðinu höfðu komið út á árinu. Átaldi forseti sam- bandsfélaga fyrir tómlæti gagnvart þessu málgagni sínu og minntist í því sambandi á samskonar blöð erlendis, þar sem félagsmenn hafa áunnið þeim þann virðingarsess, að fullt tillit er tekið til þeii-ra af stjórnendum bank- anna. Sambandsstjórnin hafði svarað bréfi bankaráðs Útvegsbankans út af stöðuveitingum í bankanum, og feng- ið aftur svar, sem hún telur nokkuð nærri því að vera viðunandi. Á þessu ári fekkst bönkunum lokað laugardag fyrir páska til mikils hag- ræðis fyrir bankamenn. Vænti for- seti þess, að þetta yrði svo fram- vegis, þar sem ekki hefði orðið vart óánægju frá nokkurs manns hendi út af ráðstöfun þessari. Ennfremur hefðu samtök bankanna komið því til leið- ar, að bönkunum væri lokað alla laug- ardaga á hádegi. Mót norrænna bankamanna hafði verið haldið í Oslo í júnímánuði s.l. Sambandi íslenzkra bankamanna var boðin þátttaka og var Þorsteini Jóns- syni, fulltrúa í Landsbankanum, sem staddur var í Kaupmannahöfn um þessar mundir, sent umboð til þess að

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.