Bankablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 13

Bankablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 13
BANKABLAÐIÐ 45 ekki frá miklu að segja, þar sem félagið okkar var ekki nema rúmlega 2ja ára. Nokkrar af þessum skýrsl- um tók ég heim með mér. Mér var sagt að á einhverju á hinum fyrri mót- um hefði verið óskað eftir því, að sem flestar af aðalræðunum væru fjölrit- aðar, aðallega vegna þess, að talmál hinna ýmsu norðurlandaþjóða væri svo ólík, að það væru ekki nærri allir áheyrendur, sem hefðu fullt not af ræðum hinna erlendu manna. Næsti liður á dagskránni var, að cand. jur. Trier frá Danmörku gerði grein fyrir kjörum bankastarfsmanna yfirhöfuð. Við þetta tækifæri féll það í minn hlut að vera fundarstjóri. Því næst var tekið fyrir að ræða um gagnkvæmar upplýsingar um launa- kjör, verðlag lífsnauðsynja o. s. :frv., á milli hinna ýmsu norðurlanda sam- banda. Þetta mál kom fyrir á síðasta bankamannamóti í Oslo og var þá norska bankamannasambandinu falið að athuga málið fyrir næsta mót. Full- trúi Norðmanna taldi þetta mörgum örðugleikum bundið. Sagði meðal ann- ars, að launakjör, þarfir manna og lifnaðarhættir, væru ekki eingöngu mjög misjafnir í hinum ýmsu löndum, heldur einnig innan sama landsins. Um þetta mál spunnust miklar um- ræður og áður en varði var klukkan orðin 3, en á þeim tíma var ákveðið að afhjúpa myndastyttu og 2 málverk af brautryðjendum og aðal styrktar- mönnum S. B. mf., svo það var ákveð- ið að lengja mótið og halda umræð- unum áfram um þetta mál og fram- kvæma annað sem ógert var. Var framhaldsfundur ákveðinn morguninn eftir. Búnaðarbanki Islands Sioinaður með lögum 14. júní 1929 Bankinn er sjálfsíæð stofnun, undir sérsiakii sijórn og er eign ríkisins. — Sem trygging fyrir innstæðufé i bank- anum er ábyrgð rikissjóðs, auk eigna bankans sjálfs. — Höfuðverkefni hans er sérstaklega, að styðja og greiða fyrir viðskiptum þeirra, er stunda landbúnaðarframleiðslu Aðalseiur bankans er í Reykjavík. Útibú á Akureyri

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.