Bankablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 39

Bankablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 39
BANKABLAÐIÐ 71 aftur inn að vcrmu spori, náfölur og vandræðalegur. Bankastjórinn spurði hvað fyrir hefði komið og gjaldker- inn svaraði honum skjálfandji: ,,Ég gleymdi að opna bankann í morgun“. Lítill drengur kom heim úr skólan- um, eftir fyrsta verudag sinn þar. — Faðir hans spurði hann, hvernig hon- um félli skólavistin í geð. ,,Ágæt- lega“, svaraði snáðinn, ,,en þeir spyrja margra spurninga“. Fyrst spurðu þeir hvar þú værir fæddur og hvar mamma væri fædd, og því svar- aði ég, en þegar þeir spurðu hvar ég væri fæddur, varð ég að segja ósatt“. ,,Hversvegna?“ spurði faðirinn. ,,Ég vildi ekki segja, að ég væri fæddur í kvennadeild Landsspítalans, þá hefðu þeir haldið að ég væri stelpa. Þessvegna sagði ég að ég væri fædd- ur á íþróttavellinum í Reykjavík". Konungur Ítalíu og Signor Musso- lini voru í herkönnun. Konungur missti vasaklút sinn. Ungur hermað- ur hljóp úr röðinni, tók upp vasaklút- inn og rétti konungi. Konungur var mjög þakklátur og sagðist myndi muna þennan greiða. ,,Hversvegna eruð þér að hafa svo mikið við slíka smá atburði?“ spurði Mussolini. „Mér þykir vænt um vasa- klútinn, hann er það einasta, sem ég get stungið nefi mínu niður í, síðan þér komuð til valda“, sagði konungur. Fyrir löngu síðan þegar strangt t~>H- eftirlit var í Suður-Afríku, fór Gyð- ingur nokkur frá Transvaal til Dur- ban að kaupa vörur. Fyrst keypti hann stóra og skrautlega 'úíkkistu. Síðan fór hann til heildsala og keypti af þeim fyrsta, með 30 daga greiðslu- fresti, af öðrum með 60 daga og þeim þriðja með 90 daga greiðslufresti. Öll- um vörunum kom hann vandlega fyrir í líkkistunni. Þegar Gyðingurinn kom að landamærum Transvaal, sagði hann tollvörðunum, að lík lægi í kist- unni. „Er það rétt“, spurði tollvörð- urinn, „ en hvar eru syrgjendurnir? “ Gyðingurinn svaraði: „Sumir koma eftir 30 daga, aðrir eftir 60 daga og þeir síðustu eftir 90 daga“. Maður nokkur í sumarleyfi til lax- veiða upp í Borgarfjörð. Hann veiddi í þeirri ferð þann stærsta lax, er hann hafði séð á æfi sinni. Yfir sig glaður af veiðinni símaði hann konu sinni: „Hefi veitt einn lax, 14. kg. Fallegur fiskur“. Næsta dag fékk hann svc- hljóðandi svarskeyti: „Ég hefi einnig fengið einn, vegur 18 merkur. Ekki fallegur. Líkur þér. Komdu heim“. Kínverskur hermaður spurði eitt sinn enskan sjóliða hvernig á því stæði að Bretar ynnu jafnan orustur en Kín- verjar töpuðu. Englendingurinn svar- aði: „Vi ðbiðjumst ávallt fyrir áður en við förum í stríð“. Það gerum við einnig“, sagði Kínverjinn. „En á hvaða máli lesið þið bænir ykkar“, spurði Englendingurinn ennfremur. „Kínversku, auðvitað“. „Hvernig á guð að geta skilið kín- versku?“ Gamall maður ferðaðist í fyrsta ííinn með járnbrautarlest, og var undrandi yfir hraða lestarinnar. Hann vék sér að ferðafálaga sínum og dáð- ist af ferðalaginu. í sömu svipan fóru þeir gegnum jarðgöng. „Nú er komin nótt“, sagði gamli maðurinn. Eftir nokkrar mínútur komu þeir út úr göngunum og þá geyspaði sá gamli og spuiði hvort kominn væri morgun..

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.