Bankablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 23

Bankablaðið - 01.10.1937, Blaðsíða 23
BANKABLAÐIÐ 55 viS höfðum gist íslenzkan bændahöfð- ingja. Næsti áningarstaður var Reyk- holt. Var sá merkilegi staður skoðað- ur eftir því, sem unnt var á skömmum tíma, og munu þeir, sem ekki höfðu áður komið þar, hafa margs að minn- ast frá þeirri viðkomu. Nú var haldið áfram og stefnt að Húsafelli. Veður gott og allvel bjart. Bar því margt fyr- ir auga. Að horfa upp að og inn með Hvítársíðu mun — auk náttúrufegurð- arinnar, — hafa vakið endurminning- ar um löngu liðna atburði bundna við þessa sveit, og sem rómaðir voru í sögum og Ijóðum. I Húsafelli var okkar seinasti á- fangastaður. Þar var tafið alllengi. Fagurt er þar umaðlitast, og einkenni- legt. Þar er til sýnis ,,kvíahellan“ fræga er átti að hafa verið notum sem hurð í kvíadyrunum á Húsafelli í tíð Lýsissamlag íslenzkra botnvörpunga Simar: 3616, 3428 REYKAVÍK Sínefni: Lýsissamlag E i n a $ t a kaldhrein§unar$tðð á íslandi Lýsissamlagið selur lyfsölum, kaup- mönnum og kaupfélögum fyrsta fl. kaldhreinsað meðalalýsi, sem er fram- leitt við hin allra beztu skilyrði. séra Snorra, engin léttavara er hún, og ekki vildi ég hafa verið smali þar, eða opna og loka þeirri hurð kvölds og morgna. I Húsafellskirkjugarði er leiði Snorra, mjög sæmilega umbúið og getur geymzt þannig um næstu mannsaldra. Frá Húsafelli lögðum við áleiðis, eftir að hafa hresst okkur vel á kaffi og öðru góðgæti, og — á hinn langþráða Kaldadal. — Áður en lagt er á dalinn er ekið góð- an spöl gegnum Húsafellsskóg, og er það mjög skemmtilegt. Akvegurinn er þar góður, engar skrikkingar og því auðvellt að horfa út um vagnglugg- ana meðan vagninn líður áfram eftir bugðóttum veginum rrdlli birkihrísl- anna. Þegar upp kom á fjallveg- inn (Kaldadal) var veðrið enn hið sama, og hélzt svo alla leið. Vegurinn er hinn sæmilegasti og sumstaðar mjög Cigarettur Sælgæti Vindlar með verðlagi, sem yður líkar Neftóbak bæjar- og þjóðfrægt B R I S T O L BANKASTRÆTI

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.