Bankablaðið - 01.12.1938, Page 24

Bankablaðið - 01.12.1938, Page 24
96 BANKABLAÐIÐ mælti hann svo. Hann hélt fast og hlýlega í hönd hennar og augv þeirra mættust. Hún fann undarlegt seið- magn frá augum hans og hand- taki. Hún fann að það var kraft- ur, sem á svipstundu braut i iður múrinn, sem á milli þeirra i afði verið frá þeirri stundu, er hann yfir- gaf hana. Þau settust við sama borðið og hann hafði áður setið við. 1 mann- þrönginni og hávaða viðskiptalífsins ræddu þau einkamál sín. Það var eins og einhverskonar hulinshjálmur væri yfir þeim. Þau voru tvö ein í undra- heimi ástarinnar. En svo urðu þau þess vör, að við- skiptamennirnir voru óðum að tínast út. Salurinn var að tæmast. Þau mint- ust þá þess, að erindi þeirra var ekki lokið. Hún hafði verið í'mannþrönginni þegar hann kom inn. Og hún hafði séð hann setjast. En í fátinu, sem á hana kom, hafði hún skilið eftir sparisjóðs- bók sína á borðinu. Þegar hún lcom heim til sín, saknaði hún bókarinnar, þess vegna kom hún aftur í bankann. En gjaldkerinn hafði veitt bókinni eftirtekt og tekið hana til varðveizlu. Þegar erindinu var lokið, fylgdust þau að út úr bankanum, fylgdust að út í lífið, þar sem hamingjan opnaði þeim faðm sinn og fögnuður jólanna beið þeirra. Kristján Sig. Kristjánsson. Verður 1939 gott ár? Á kauphöllinni í London hefir ver- ið samið yfirlit yfir gang viðskiptanna þar á undanförnum 50 árum. Yfirlit þetta sýnir að viðskiptin hafa verið í mestum blóma 1889, 1899, 1909, 1919, 1929 og nú spá Englendingar góðu ári 1939. Bankabragur hinn nýi Lag: „Komdu og skoðaðu ..." Á nútíma dögum það skeður margt skrítið í skuggunum bak við lífsins tjöld. Og þó að ég viti og lesi víst lítið, mig langar að spjalla við ykkur í kvöld um allt það sem gerist hjá höfðingjum hátt og hjá lionum Óla í kjallara lágt. Bum, bum, o. s. frv. Hann Hilmar var upphafinn hceða til hárra, t Heyskaparbankann hann settur var inn, því Framsókn hún átti’ ekki annað neitt skárra en auk þess er Hilmar vor góðviwur minn. En gjaldkeralaust var í Landsbankanum því lengi eru sumir að hugsa sig um. En víða og lengi var leitað að honum unz loksins hann Svanbjörn úr norðrinu kom. Hraustur á svipinn og hcendur að konum, hetja á skíðum, í stökki og <,slalom“. Beint inn í stúkuna féhirðis fór. Svo fer um þá kappa, sem trúa á Þór. Og margt skeði fleira, sem fært skal í letur. Þá fór margur utan en náði’ ekki t lán. Það lentu t því fleiri en Ijúfmennið Pétur að labba sig blankir um England og Skán. En til þess að gera’ eitthvað fyrir vort Frón, þeir fundu upp það snjallræði að krossfesta Jón. Um kjallara og háalofts hetjurnar allar ég held það sé bezt að ég þegi um sinn. Því allstaðar finnast vist einhverjir gdllar og enginn er fullkominn maðurinn. Hvort sem hann ríkir t heiðurssess hátt eða hjá honum Óla í kjállara lágt. Habbakuk.

x

Bankablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.