Bankablaðið - 01.12.1938, Side 20

Bankablaðið - 01.12.1938, Side 20
92 BANKABLAÐID ir, Hjálmar Bjarnason, Magnús Þor- steinsson, Gunnl. G. Björnson og Elí- Porri as Halldórsson. Endurskoðendur voru endurkjörn- ir: Ásgeir Bjarnason og Sigurður Bjarklind. Að kosningum loknum kvaddi Sveinn Þórðarson sér hljóðs. Hann ræddi nauðsyn þess, að komið væri á fót bankamannaskóla til þess að gefa efnilegum en efnalitlum nýliðum í bönkunum kost á að afla sér, á ódýr- an hátt staðgóðrar fræðslu um starf- semi í bönkum, og annarar alhliða þekkingar í erlendum málum og þessháttar. Vísaði Sveinn í ræðu sinni í grein, er hann ritaði um mál þetta í síðasta Bankablað, og er það fyrsta hugmyndin, er komið hef- ir fram um bankamannaskóla. Um þetta mál urðu nokkrar um- ræður og tóku til máls auk frummæl- anda, Gunnl. G. Björnson og Þorgils Ingvarsson. I lok umræðna flutti Sveinn Þórð- arson svohljóðandi tillögu, er fund- urinn samþykkti einróma: ,,Undirritaður gerir það að tillögu sinni, að S.Í.B. gangist fyrir athug- un möguleika fyrir námskeiði eða vísi að bankamannaskóla, þar sem nýsveinum eða öðrum, sem í bönkum starfa verði gefinn kostur á menntun, sem sé sniðin mest eftir þörfum bank- anna“. Fleira var eigi tekið fyrir og fundi slitið. Samhristingur Glxtrar full í glösum. Glóir rós á vanga. Veltur gull úr vösum, víxlar ennþá ganga. Sindrar afl í sölum: söngur loftið fyllir. Dansið fljóð úr dölum, drengur hörpu stillir. Skiptir margur skynjan, skjálfa rauðir hólar. Brestur máske brynjan ; brunahaninn gólar. Innra œða eldar, ógna börnum foldar; feysknar stoðir feldar fúna í skauti moldar. Alfar skrafi unna óðar lögum breyta. Tölur aðrir tvinna tap og rekstur skeyta. Bretinn yglir brúnir, brosir höfuðborgin; ráðum aldrei rúnir, — Reykja vatn í torgin! Enn þá opnast armar. Isak vaxtar sjóðinn. I.andið girnast garrnar, gœfidaus er þjóðin: Ánauð illa undu ýtar fyrri tíða, okrið fjölþœtt fundu, fálust maðkar víða.

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.