Bankablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 40
112
BANKABLAÐIÐ
ekki óhnekt í málinu“. Stefnandi hefiv
krafist ómerkingar og refsingar til
handa stefndum fyrir ummælin. Ómerk-
ingarkröfuna ber að taka til greina, en
ekki þykir ástæða til að beita refsingu.
Því dæmist rétt vera:
Framangreind meiðandi og móðgandi
ummæli eiga að verða dauð og ómerk.
Stefndur, Eggert Claessen, á að vera
sýkn að svo stöddu af kröfum stefn-
anda, Jóhanns Árnasonar í máli þessu.
Málskostnaður falli niður.
(Sign.).
Björn Þórðarson.
Ár 1938, föstudaginn 25. nóvember,
var í hæstarétti í málinu nr. 139/1936
Jóhann Árnason gegn Eggert Claessen
uppkveðinn svohljóðandi dómur:
Áfrýjandi, sem skotið hefur máli
þessu til hæstaréttar með stefnu 17.
sept. 1936, hefir krafizt þess, að stefndi
verði dæmdur til að greiða honum kr.
600.00 með 6% ársvöxtum frá 1. júlí
1929 til greiðsludags og málskostnað
bæði í héraði og fyrir hæstarétti eftir
mati dómsins. Stefndi hefir krafizt
staðfestingar á hinum áfrýjaða dómi
og málskostnaðar fyrir hæstarétti eftir
mati dómsins.
Það verður að telja, að bankastjórar
Útvegsbanka Islands h/f hafi haft
heimild til að framselja áfrýjanda eign-
arrétt að peningaskáp, sem þá, eins og
áfrýjanda var kunnugt, var í láni, en
ekki bótakröfu byggða á því, að stefndi
hefði brotið í starfi sínu sem banka-
stjóri með því að lána skápinn. Með
þessari athugasemd þykir mega stað-
festa hinn áfrýjaða dóm, sem stefndi
hefur ekki áfrýjað af sinni hendi.
Eftir þessum málalokum þykir rétt
að dæma áfrýjanda til að greiða stefnda
250 krónur í málskostnað fyrir hæsta-
rétti.
Því dæmist rétt vera:
Hinn áfrýjaði dómur á að vera ó-
raskaður.
Áfrýjandi, Jóhann Árnason, greiði
stefnda, Eggert Claessen, 250 krónur í
málskostnað fyrir hæstarétti að við-
lagðri aðför að lögum.
Að dómurinn sé samhljóða
dómbókinni vottar hæstarétt-
arritari 25. nóv. 1938.
Gjald: kr. 0.55.
Greitt.
H. G.
Hákon Guðmundsson.
Sýkn að svo sföddu
Hérmeð vil ég reyna að verða við
tilmælum Bankablaðsins um að skýra
lítilsháttar frá málavöxtum. En ég vil
taka það fram, að hér verður aðeins
um ágrip að ræða, sakir þess að ég
hefi ákveðið að gera málinu fyllri skil
annarsstaðar.
Hinn 12. nóvember 1926 greiðir ís-
landsbanki 600 kr. reikning fyrir nýj-
an „Milners“ peningaskáp, sem
keyptur hafði verið fyrir milligöngu
P. Þ. J. Gunnarssonar, handa bréfrit-
urum bankans. Orsakirnar, sem ollu
því, að þessi skápur komst á flæking
voru þær, að eitt sinn kom Eggert
Claessen, sem þá var bankastjóri, í
herbergið þar, sem skápurinn var og
lét þá annarhvor bréfritaranna að