Bankablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 16
88
BANKABLAÐIÐ
sem skotið er inn „frösum“, sem hver
meðalmaður getur lært á tveim mín-
útum en notað æfilangt. Og þannig er
„tendensinn“ í þá átt. Sé það á hinn
bóginn nauðsynlegt, að skrifa rækileg
bréf, þá verður bankinn að styðjast
við þá málagarpa, sem hann kann að
hafa í þjónustu sinni, en það eru menn,
sem hafa valið tungumál sem sérgrein
og eru því mun færari til þess starfs,
heldur en Kandidatar frá venjulegum
bankaskóla.
Ég vil ekki að menn skilji orð mín
þannig, að ég sé mótfallinn allri tungu-
málakennslu í bankaskóla, því víst er
það ágætt að kenna mönnum undir-
stöðuatriði í einu eða tveim aðaltungu-
málum (ensku og þýzku), en hitt er
fásinna, að gera þau að aðalnámsgrein.
í fyrsta lagi tækju þau of mikinn tíma
frá öðrum þýðingarmeiri námsgrein-
um. I öðru lagi er það geysilega erfitt
nám og seintekið að temja sér vald
yfir erlendu tungumáli; og í þriðja
lagi þá er málakunnátta nýliða í bönk-
um hér svo mismunandi, að óvíst er
á hvaða stigi málsins ætti að hefja
kennsluna.
Takmarkið er að gera nýliða bank-
anna að góðum starfsmönnum —
hvernig verður því náð? Ég hefi —
og það höfum við sennilega öll, sem
störfum í banka — oft velt fyrir mér
þessari spurningu. Ég get ekki sagt
hvað aðrir kunna að hugsa í þessu
máli, aðeins get ég látið í ljósi þá skoð-
un, sem ég sjálfur hefi myndað mér.
Menn geta menntað sig á tvo vegu:
bóklega og verklega. Hvort um sig
getur verið ágætt, en bezt er þó þegar
þessar leiðir liggja saman — í banka-
fræðum er það uauðsynlegt. Þetta
virðist ekki vera nein ný sannindi, ég
ætla þó að leyfa mér að skýra dálítið
nánar við hvað ég á. Gamla kenn-
ingin hljóðar á þá leið, að enginn skóli
jafnist á við starfið sjálft. Þetta er að
sumu leyti rétt, en að mjög mörgu
leyti alrangt. Það þarf að skapa mögu-
leika til þess, að starfið gefi nokkra
verulega menntun — það kemur ekki
af sjálfu sér. Af hverju? Vegna þess,
að oft er áhugi yfirboðara fyrir undir-
mönnum svo daufur, að nýliðinn
gleymist; hann staðnar í þroska sínum
sitjandi við sama púltið og skrifandi
sömu tölurnar. Er þetta þá nokkur
menntun — víkkar sjóndeildarhring-
urinn eða skílningurinn! Ónei. Á þenn-
an hátt skapast sá praxis, að verka-
sviðið verður örugg höfn miðlungs-
mannsins, en hvetur ekki til framtaks.
Aldur manna í starfinu ræður því, hve-
nær leiðin liggur upp á við í tigninni,
starfsorka, hæfileikar, kunnátta, hef-
ir enginn þörf fyrir, mætir jafnvel fyr-
irlitningu, því þegar þessir sjálf eða
„verklega“ menntuðu menn með tím-
anum — vegna þess að ekki þykir hægt
að ganga framhjá þeim — fá æðri
stöðu, þá slá þeir á brjóst sér og segja:
sjáið þið mig, þetta hefi ég komist —
og ekki hefi ég lesið nokkra bók. Það
er starfið vinir mínir, starfið, sem hef-
ir gert mann úr mér!!
Ef við hugsum okkur bankana hér,
þá verður því ekki neitað, að hætt er
við, að nýliðinn fái þessa skaðlegu ör-
yggiskennd og eins og setjist í helgan
stein einmitt á því augnabliki, sem
hann á að láta hendur standa fram úr
ermum og leggja grundvöllinn undir
framtíð sína. Á þessu yrði ráðin bót
á einn veg, að gefa starfinu menntun-
arskilyrði og það tekst með örari flutn-
ingi nýliðanna milli deildanna. Það á