Bankablaðið - 01.12.1938, Page 35
BANKABLAÐIÐ
107
degi, og snæðum. Bæði á árbökkunum
og eins út í ánni er talsvert af fólki,
því að sumir synda, aðrir vaða, þar
sem áin er svo grunn, að það er hægt,
aðrir róa smábátum, og enn aðrir
fleyta sér á litlum ,,kajökum“.
Skömmu eftir hádegið erum við
komnir til landamæranna, sem þá
voru, eða til staðar þess sem heitir
Herrnskretschen. Tollskoðun fer nú
fram í skyndi, en lítið er hjá okkur að
skoða, því að við erum svo að segja
tómhentir. Fara nú allflestir hér af
skipinu, því að til þess að mega fara
lengra, þarf auðvitað vegabréf eða
sérstakt leyfi, en þau hafa ekki allir.
Vegabréf okkar eru nú stimpluð, og
eftir nokkrar mínútur skríður hjóla-
skipið af stað. Langt er nú ekki til
ákvörðunarstaðarins, Bodenbach, enda
komum við þangað laust eftir kl. 2.
í Bodenbach, eða Podmokly, eins og
bærinn hét áður á tékknesku, eru
tæplega 23000 íbúar. Stendur hann
allur öðrum megin árinnar Elbe, en
beint á móti honum, hinum megin er
bærinn Tetschen, sem er talsvert
minni, eða hefir tæplega 13000 íbúa.
Milli bæjanna liggja tvær stórar brýr
yfir ána, svo að í fljótu bragði sýnist
þetta vera einn og sami bærinn. Er við
komum þarna, var verið að endur-
byggja aðra brúna, og gengum við því
yfir um, til þess að sjá mannvirkið.
Enga frekari dvöl höfðum við í Tet-
schen, en snérum við yfir til Boden-
bach, til þess að leita að veitingastað,
þar sem við gætum snætt miðdegisi
verð og fengið tékkneskan bjór. —
Gekk þetta nú allt að óskum, og fór-
um við því næst út í borgina, er við
vorum mettir orðnir.
Enda þótt bær þessi tilheyrði þá
Tékkóslóvakíu, var hann að flestu
leyti hálf-þýzkur, eða jafnvel meir en
það, enda er það eðlilegt þegar þess
er gætt, að mestur hluti íbúanna í Bod-
enbach og Tetschen eru Þjóðverjar og
bæirnir skammt frá þáverandi landa-
mærum Þýzkalands. Ýmsar áletranir,
til dæmis hjá verzlunum, við af-
greiðslu skipanna, á járnbrautarstöð-
inni, voru bæði á tékknesku og þýzku,
ef til dæmis auglýst var á staur, að
bátur væri til sölu eða eitthvað því
um líkt, þá var það á báðum þessum
málum. Enda þótt myntin væri tékk-
nesk króna, greiddum við mat okkar
og drykk í matsöluhúsinu með þýzk-
um mörkum. Minnir mig þó að verð-
ið á matseðlinum væri tilgreint í
tékkneskum krónum, en þjónninn var
afar leikinn í því að reikna á milli.
Árið 1911 voru í Bodenbach ekki
nema rúmlega 12000 íbúar, svo að nú
eru þeir nær tvöfalt fleiri en þá. Er
þar nú talsverður iðnaður, meðal ann-
ars er framleitt mikið af súkkulaði
og rafmagnsáhöldum.
Rétt við Bodenbach er f jall eitt hátt
og bratt, sem heitir Scháferwand, (en
það mun vera sama og „schieíe
Wand“), liggja í gegnum það járn-
brautargöng, sem við fórum um á
leiðinni heim. Fjallið er úr bergteg-
und, sem kölluð er ,,Elbsandstein“.
Um kvöldið fórum við að hugsa til
heimferðar, og náðum við í hraðlest-
ina frá Prag. Gekk nú ferðin fljótar
en upp eftir um daginn, því að eftir
rúman klukkutíma vorum við komnir
til Dresden. Er fátt af þeirri för að
segja, og lýkur því frásögn þessari.