Bankablaðið - 01.12.1938, Side 28

Bankablaðið - 01.12.1938, Side 28
100 BANKABLAÐIÐ Eins og nærri má geta um jafnmik- inn hæfileika- og lærdómsmann, hlóð- ust á hann margskonar trúnaðarstörf smámsaman. — Eftir eins árs dvöl í Einarsnesi, var hann gerður hrepps- nefndaroddviti í Borgarhreppi; árið 1916 var hann kjörinn bæjarfulltrúi í Akureyrarkaupstað og sat þa^ í bæjar- stjórn til 1920. Formaður fasteigna- matsnefndar á Akureyri var hann alla tíð frá 1916 og jafnlengi umboðsmað- ur Brunabótafélags íslands á Akur- eyri.. Auk þessa sat hann í skattanefnd Akureyrar frá 1922, og frá sama ári var hann prófdómandi við burtfarar- próf Gagnfræðaskólans og Mennta- skólans á Akureyri. — Mun það allra manna mál, er til þekkja, að vand- fyllt muni öll þau skörð, einnig á þess- um sviðum, sem orðið hafa við fráfall Böðvars Bjarkan. Með því að Bankablaðinu er ætlað að flytja þessi minningarorð, sem hljóta að vera fá, þykir mér hlýða að minnast enn nokkuð gjör á afskipti hans af bönkum landsins og bankamál- um. Eins og fyrr er sagt, var hann gæzlustjóri Landsbankans á Akureyri frá 1912, en jafnframt var hann alla tíð málaflutningsmaður hans, eins og nærri má geta. Engu að síður hafði hann jafnan á hendi málflutningsstörf einnig fyrir íslandsbanka útbúið á Ak- ureyri, meðan þess naut við, og eftir það fyrir Útvegsbanka-útbúið sama staðar. Og enda þótt svo mætti virð- ast sem erfitt kynni að vera að sam- rýma hvorttveggja, veit ég ekki til þess að hann brygðist nokkru sinni því trausti, sem til hans var borið, hvorki í þessum sökum né öðrum. Um traust það, sem hann naut m. a. á fjármála- sviðinu, vitnar það ljósast, að 1920 var honum falið, að tilhlutun ríkisstjórn- arinnar, að fara utan til þess að kynn- ast útlendum fasteigna-lánsstofnunum. Var hann um misseristíma í þeirri för og samdi um það leyti frumvarp um stofnun Ríkisveðbanka fslands, sem hlaut staðfestingu 1921. Ýmsir væntu þess og, er Búnaðarbanki íslands var stofnaður, að Böðvari yrði falin stjórn hans að einhverju leyti, m. a. vegna þátttöku hans í undirbúningi hans og skipulagi, þótt ekkert yrði úr því. Af því, sem hér hefir sagt verið, þótt fljótt sé yfir farið, má það vera ljóst, að Böðvar kom víða við og að hann var enginn meðalmaður, hvorki að gáf- um, lærdómi né mannkostum. Er þess þó enn ógetið, að hann var hinn mesti hagleiksmaður að hönd og anda. Á síðnstu árum hans, varð þess stöku sinnum vart, að honum var fært að yrkja á borð við beztu hagyrðinga, en því miður liggur lítið eftir hann á því sviði, enda var hann fremur dulur að eðlisfari og laus við það, að trana sér fram eða láta á sér bera fram yfir það, sem skyldustörf hans snerti. Leiðir okkar Böðvars lágu saman lengst af um æfina. Þegar í skóla tókst með okkur góð vinátta, sem jafnan hélzt síðan, ekki sízt eftir það, að við urðum báðir búsettir á Akureyri. — Höfðum við á þeim árum æðimargt saman að sælda, sem of langt væri hér upp að telja, og átti ég jafnan því láni að fagna að eiga hann að trúnaðar- vini. Hann var einn þeirra manna, sem hafði þau áhrif, að öðrum leið vel í ná- vist hans. Eigi veit ég hvort hann gat kallast gleðimaður í venjulegum skiln- ingi, en þó var það svo, að mikið þótti á vanta á hverri skemmtisamkomu, ef hann var ekki með. Samfara allri sinni

x

Bankablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.