Bankablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 21

Bankablaðið - 01.12.1938, Blaðsíða 21
BANKABLAÐIÐ 93 Kristján Sig. Kristjánsson: mann þrönginni Stóra klukkan í Landsbankanum var á mínútunni ellefu. Það var að- fangadagur jóla. Að einni klukku- stundu liðinni var lokunartími bank- ans kominn. Og allir vissu að betra var að vera kominn inn úr dyrunum, áður en lokað var. Viðskiptamennirn- ir streymdu inn í stórum hópum, og ösin var svo mikil, að þéttar raðir af viðskiptavinum biðu eftir afgreiðslu. Mest var þó ösin í Sparisjóðsdeildinni. Flestir voru þögulir og hugsandi. — Nokkrir voru þó, sem röbbuðu saman um viðburði dagsins. Aðrir álösuðu Valútunefndinni eða þráttuðu um stjórnmál. En starfsfólk bankans var önnum kafið, og beitti starfsorku sinni af fremst megni. Hvergi máttu vera mis- grip, hvergi mistalning. Allt varð að vera hárrétt. Þungur kliður af véla- skrölti og öðrum hávaða fyllti salinn. Víxlar, kvittanir, sparisjóðsbækur og peningar ultu yfir viðskiptaborðið, e'ins og sjógangur yfir öldustokk á skipij sem er á siglingu í úfnum sjó. Þeir, af viðskiptamönnunum, sem lok- ið höfðu erindi sínu, hröðuðu sér frá borðinu og stefndu til dyra. Aðrir komu í þeirra stað. En þegar viðskiptin stóðu sem hæst, gekk hár maður og þrekinn inn gólf- ið. Hann var klæddur loðfeldi og var í öllu hinn snyrtimannlegasti. Maður þessi hétt örn Hjálmarsson. Hann var Vestur-Islendingur — nýkominn heim — eftir átta ára veru vestanhafs. — Hann svipaðist um í salnum og horfði athugulum augum á fólkið, sem inni var. Andlit hans var karlmannlegt og festa í svipnum. Útlitið benti á þrjátíu og fimm ára aldur. Hann valdi sér sæti við lítið borð í sparisjóðsdeild- inni. Þar lagði hann frá sér hatt sinn og gullbúinn göngustaf. Að því loknu tók hann sparisjóðsbók úr vasa sín- um og svipaðist um á borðinu eftir ritföngum. En við það kom hann auga á miða, sem lá á borðinu. Miðinn dró athygli hans að sér. Hann hafði ver- ið fylltur út, eins og venjulega er gert, en vegna stórrar blekklessu, sem fall- ið hafði á hann, hafði hann ekki þótt nothæfur. Eigandinn hafði svo í ógáti skilið hann eftir á borðinu. örn starði undrandi á míðann, eins og hann tryði ekki sínum eigin augum. En það var ekki um að villast. Dagsetning og ártöl sýndu yfirstandandi dag. Úttek- ið kr. 25,00. Eigandi bókarinnar: Álf- heiður Álfsdóttir. Úttekið af henni sjálfri. Það vottaði fyrir undarlegum svip- brigðum í andlitinu og ofurlitlum glampa í augunum. Hann virti fyrir sér nafnið. Gamlar minningar brutust fram í huga hans. Stafirnir komu hon- um fyrir sjónir eins og langþráðir vin-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.