Bankablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 19

Bankablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 19
bréf frá Starfsmannafélagi Útvegsbankans og stjórn Sambands ísl. bankamanna um málið. Umradður urði m)iiklar og mjög skiptar um málið. Þá skýrði Jón Grímsson nokkuð frá störfum launamálanefndar, sem hann ásamt þeim Pétri Magnússyni, banka- stjóra og Jóni Árnasyni, bankaráðsfor- manni, skipuðu. Atkvæðagreiðsla um Bandalagsmálið féll þannig að sjá sögðu 16, en nei 59 , og málið þar með úr sög- unni í bili. Hins vegar hafði Starfsmanna- félag Útvegsbankans og Starfsmannafélag Búnaðarbankans samþykkt inngöngu í það fyrir sitt leyti. ARIÐ 1944: Þá er til umræðu í félaginu frumvarp til launalaga fyrir opinbera starfs- menn, sem lagt hafði verið fram á Alþingi og ráðgert var að Landsbankinn og Bún- aðarbankinn skyldu framvegis greiða laun samkvæmt launalögum. Tveir fundir voru haldnir til að ræða málið. Allir ræðumenn mæltu eindregið gegn frumvarpinu og töldu að fella bæri þessi ákvæði úr frum- varpinu. Þá einnig með tilliti til þess, að þriðji bankinn; Útvegsbankinn, var ekki tekinn upp í launalögin. Óskir banka- manna um að komast ekki undir launa- lög voru teknar til greina, en Alþingi hafði verið sent rökstutt álit um málið frá þeim og starfsmannafélögunum. Þá er rætt um fræðslustarf á meðal bankamanna, launakjör og fleira. ÁRIÐ 1945: A fundi 20. apríl er fyrir tekið frumv. að nýrri launarelgugerð fyrir starfsmenn Landsbankans, segir í gjörða- bók m. a.: „Formaður (Einvarður Hallvarðsson) skýrði frá því að sama dag hafði stjórn bankans afhent stjórn félags- ins frumvarp að nýrri launareglugerð fyrir bankann. Því næst las formaður frumvarpið og bar það saman við gildandi reglugerð og ennfremur hin nýju launalög ríkisins. Því næst var gefið fundarhlé. Þegar fund- ur hafði verið settur aftur, Iagði formaður fram frumvarp að fundarályktun. Umræð- ur urðu nokkrar. Voru menn almenn^t fylgjandi megin stefnu reglugerðarfrum- varpsins, að laun séu greidd fyrir ákveðin störf, þannig að til þess að flytjast á milli launaflokka þurfi menn að skipta um störf, en til þess að taka afstöðu til einstakra greina frumvarpsins þótti mönnum tíminn of naumur." Á árinu barzt Eftirlaunasjóðn- um aukatillag frá bankanum. Þá var rætt um að hækka iðgjöld starfsmanna úr 3% í 5% af launum þeirra og var samþykkt að leggja málið fyrir með allsheijaratkvæða- greiðslu allra sjóðsfélaga. Þá var ákveðið að endurskoða Eftirlaunasjóðsreglugerð- ina. Þá var rætt um launareglugerðina nýju og framkvæmd hennar. Á þessu ári er haldinn fundur að frumkvæði kvenfólks- ins í félaginu og rætt um launamál kvenna og hafði Ragnhildur Jónsdóttir orð fyrir kvenfólkinu, segir svo í gerðarbók m. a.: „Ragnhildur kvað það ætlunina að ræða launamálið og einkum launamál kvenna, sem hafi hlotið Iægri laun en karlmenn fyrir sömu vinnu. Flestir og einkum kon- ur höfðu vonað að fá verulegar úrbætur með nýju launareglugerðinni, en taldi mis- bresti á, að svo hafi orðið. Las upp svo- hljóðandi tillögu til fundarályktunar: „Að gefnu tilefni, í sambandi við framkvæmd hinnar nýju launareglugerðar Landsbank- ans, lýsir fundurinn yfir svofelldu áliti sínu viðvíkjandi launakjörum starfsfólksins: Laun karla og kvenna skulu vera hin sömu fyrir sams konar störf og jafnt tillit skal tekið til starfsaldurs kvenna og karla." Flm. Ragnhildur Jónsdóttir og Nanna Ólafs- dóttir. Tillagan samþykkt samhljóða. Þá stakk hún upp á að kosin væri sérstök nefnd til að athuga launakjör og fram- BANKABLAÐIÐ 9

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.