Bankablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 14

Bankablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 14
KNATTSPYRNULIÐ LANDSBANKANS 1938 farið þess á leit, að félaginu yrði látið í té ókeypis húsnæði á fjórðu hæð bankahúss- ins. Að bankastjórnin hefði tilkynnt stjórn félagsins, eftir að málið hafði verið lagt fyrir bankaráð, að félagið gæti átt von á húsnæði á 4. hæð, er eitthvað herbergi losnaði þar. Félagsstjórnin hafði haft í athugun líkur fyrir því hvort um það væri að ræða, að laust luisnæði væri á þessari hæð og komst fljótlega að því, að herbergi það sem Útgáfufélagið „Vaka“ hafði haft til umráða væri fáanlegt með j)ví skilyrði, að Starfsmannafélagið keypti luisgögn þau sem „Vaka“ átti í herberginu. Var enn leitað til stjórnar bankans um kaup á J)ess- um húsgögnum til handa félaginu og samþ. bankaráð að kaupa þau og eignaðist Starfs- mannafélagið þannig á fyrsta ári saman- stað fyrir starfsemi sína í húsakynnum bankans. Var samkomusalurinn nefndur eftir fyrri eigendum „Vaka.“ Til gamans má geta jiess að enn eru þessi húsgögn, sem kevpt voru þá, í vörzlu félagsins og eru nú í stjórnar- og bókasafnsherbergi félagsins. Þá skýrði formaður frá því á J)essum fundi, að bankaráð liefði orðið við jæim tilmæl- um stjórnarinnar að veita félaginu árlega styrk, 200 til 300 kr. til bókakaupa og væri þar með fenginn vísir að bókasafni fyrir félagið. Þá voru ýmis önnur hagsmunamál félagsmanna rædd á fundi þessum svo sem: Sumarleyfi starfsmanna bankans. — Þá voru drög að reglugerð fyrir Eftirlaunasjóð starfs- manna bankans til umræðu á fundi 20. nóv. 1928. ÁRIÐ 1929: Á fundi 3. janúar 1929 komu til umræðu reglur fyrir Eftirlaunasjóð starfsmanna bankans. En félagsmenn höfðu óskað eftir að nokkrar breytingar væru gerðar á reglum sjóðsins og voru þessi mál til athugunar og umræðu í félaginu á næstu mánuðum. Þá kom til umræðu á þessum fundi launa- og dýrtíðarmál. Voru allmikl- 4 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.