Bankablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 21
KNATTSPYRNULIÐ LANDSBANKANS 1948
arins: Eftirlaunasjóðurinn — framtíð og
skipulag sjóðsins, framsögumaður Klemens
Tryggvason, fulltrúi félagsins í stjórn
sjóðsins. Rakti hann í fyrstu sögu sjóðs-
ins í stórum dráttum og skýrði frá nauð-
synlegum breytingum, sem hefir orðið að
gera m. a. í sambandi við lögin um Al-
mannatryggingar. Taldi hann, að bráðlega
mundi koma að því, að taka þyrfti til
alvarlegrar athugunar framtíðarskipulag
hans og gera breytingar frá því, sem nú er.
Minnti hann á, að til þessa hefði sjóður-
inn ekki þurft að greiða nema grunnupp-
hæð af eftirlaunum, en bankinn hefði
greitt verðlagsuppbótina. Nú er óvíst, hvort
hann heldur því áfram, hann er ekki skyld-
ugur til þess, og getur hætt því hve nær
sem er. Færi svo, getur sjóðurinn ekki stað-
ið við skuldbindingar sínar og yrði annað
hvort að hækka tillög sjóðfélaga til lians
eða skerða hlunnindin. Til mála gæti kom-
ið að hækka tillögin úr 5% af grunnlaun-
um í 4% af öllunt útborguðum launum, en
það greiða starfsmenn ríkisins í lífeyrissjóð.
Bankinn er nú þegar búinn að leggja í
sjóðinn, 1,2 millj. krónur og ekkert er
hasgt að segja um, hvort hann bætir þar
við. Að lokum benti Klemens á það, að á
næstunni mætti gera ráð fyrir, að nauðsyn
bæri til að athuga öll mál sjóðsins og gera
ráðstafanir hans vegna fyrir framtíðina eft-
ir því sem breyttar aðstæður gæfu tilefni til.
Umræður urðu miklar um málið og var
kosin nefnd til að athuga og fylgjast með
málinu. í nefndina voru kjörnir: Jón Gríms-
son, Bjarni Magnússon og Sigurbjörn Sig-
BANKABLAÐIÐ 11