Bankablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 32

Bankablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 32
merka afmælis með því að efla félagið, gera félagsstarfið þróttmeira og fjölbreytt- ara. Eðlilegt væri að við gerðum kröfur til stjórnar bankans óg annara, en við ættum einnig að gera kröfur til vor sjálfra um aukin og bætt félagsleg störf til heilla fyrir okkur sjálf og þá ágætu stofnun, sem við störfum fyrir. Að lokinni ræðu formanns var félagið hyllt einhuga af öllum viðstöddum. Af hálfu bankastjórnarinnar talaði Jón Árnason, bankastjóri. Flutti hann félaginu tilkynningu um rausnarlegt framlag bankans til Námssjóðs starfsmanna í tilefni af afmælinu og árnað- aróskir bankastjórnarinnar. Adólf Björnsson fulltrúi flutti ávarp og kveðjur frá Sambandi íslenzkra banka- manna og starfsmannafélögum Búnaðar- bankans og Útvegsbankans. Loks tók til máls Haraldur Jóhannessen, sem var einn af stofnendum félagsins, eins og áður er sagt, og átti sæti í fyrstu stjórn þess. Var honum fagnað sérstaklega. Auk þeirra heillaóska, sem félaginu voru færðar í ræðum, bárust því eftirtaldar af- mæliskveðjur: Frá Landsbanka íslands bréf með árnaðaróskum og tilkynningu um höfðinglega afmælisgjöf til Námssjóðsins, frá Starfsmannafélagi Búnaðarbankans blómakveðja, frá Starfsmannafélagi Útvegs- bankans blómakarfa mikil og fögur. Heilla- skeyti bárust frá Sambandi íslenzkra banka- manna, starfsfólki Landsbankaútibúsins á Akureyri, starfsfólki útibúsins á ísafirði og frá útibúinu á ísafirði. Alfreð Andrésson, flutti nýjan skemmti- þátt og var gerður góður rómur að honum og Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, söng við mikinn fögnuð samkomugesta. Áður en borð voru upp tekin tók formað- ur félagsins til máls og þakkaði allan þann sóma, sem félaginu hafði verið sýndur við ¦B y ÚÚ***Ú***' * «*»» vi iin ní élíig fitíirísiiiaiuia JLaiiíSs- />aii2caii* Byggingarsamvinnufélag starfsmanna Landsbanka íslands var stofnað 22. nóv. 1949. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Sigurbjörn Sigtryggsson formaður. Haukur Vigfússon ritari. Eggert Bachmann gjaldkeri. Sverrir Elíasson og Jón Leós meðstjórnendur. Svo sem kunnugt er hafa tvær íbúðar- húsasamstæður verið byggðar á vegum félagsins og hafa 16 félagsmenn fengið þar íbúðir. í byggingu eru nú 3 smáíbúðarhús. Almennur áhugi virðist vera meðal félags- manna um að byggingum verði haldið áfram eftir því sem ástæður leyfa. Gera má ráð fyrir að á þessu ári verði hafin bygging á að m. k. einu sambýlishúsi. Núverandi stjórn félagsins skipa: Jósep Sigurðsson, formaður, Ragnheiður Jónsdóttir ritari, Ólafur Tómasson gjaldkeri, Ólafur Gunnlaugsson og Þorkell Magnússon meðstjórnendur. Félagið hefir fengið fjárfestingarleyfi fyrir sexíbúða sambyggingu og lóð við Tómasar- haga. Undirbúningur undir framkvæmdir eru hafnar og má gera ráð fyrir að bygging- arframkvæmdir hefjist innan skamms. þetta tækifæri svo og heillaóskir. Að lokum þakkaði hann sérstaklega stjórn Lands- bankans fyrir hina höfðinglegu afmælisgjöf til Námssjóðs starfsmanna bankans. Voru bankastjórarnir, sem þarna voru allir mætt- ir, hylltir með kröftugu húrrahrópi. Að loknu borðhaldinu var dansað af miklu fjöri til kl. 3 um nóttina. Var al- menn ánægja með samkomuna, sem þótti hafa verið góður fagnaður. 22 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.