Bankablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 31
Tuttugu 09 fimm «r«
nfmmlisbóf f.$.L.Í.
Félag starfsmanna Landsbanka íslands
átti 25 ára afmæli 7. mars síðastliðinn og var
afmælisins minnst með hátíðasamkomu í
samkomusal félagsins í Landsbankanum.
Var salurinn fagurlega skreyttur.
Samkoman hófst með borðhaldi kl. 8,30
urn kvöldið. Tóku þátt í því yfir 80 manns,
starfsmenn bankans og gestir þeirra svo og
gestir félagsins, sem voru bankastjórar
Landsbankans ásamt konurn þeirra og for-
menn bræðrafélaganna, Starfsmannafélags
Búnaðarbanka íslands og Starfsmanna-
félags Útvegsbanka íslands, h. f. en formað-
ur hins síðarnefnda er jafnframt formaður
Sambands íslenzkra bankamanna.
Formaður skýrði í ræðu sinni frá stofnun
félagsins fyrir 25 árum, 7. marz 1928.
Hann minntist sérstaklega stofnendanna
og las nöfn þeirra. Stofnendurnir voru 27
talsins, en í lok ársins 1928 voru félagar
orðnir 41.
Fyrstu stjóm félagsins skipuðu Jieir Hilm-
ar Stefánsson ,núverandi bankastjóri, Bryn-
jólfur Þorsteinsson, bankafulltrúi, sem nú
er látinn, og Haraldur Jóhannessen, banka-
fulltrúi. Er hann sá eini úr fyrstu stjórn
félagsins, sem enn starfar í Landsbankan-
um. Af stofnendunum 27 eru aðeins 7 enn
starfandi hjá bankanum, 6 í aðalbankanum
og, á Akureyri. Á liðnum 25 árum hafa 11
af stofnendunum látist. Las formaður nöfn
þeirra, en allir viðstaddir heiðruðu minn-
ingu þeirra með því að rísa úr sætum. 9 af
stofnendum félagsins hafa hætt störfum hjá
Landsbankanum. Af þeim eru 4 starfandi
hjá öðrum bönkum, þar á meðal 2 banka-
stjórar.
í félaginu, sem eins og áður segir var
stofnað af 27 starfsmönnum Landsbankans,
eru nú 125 félagar, en á undangengnum
25 árum hafa margir komið og farið.
Formaður varpaði því næst fram spurn-
ingunni: Hvað er þá orðið okkar starf?
Hann rakti það síðan nokkuð og taldi að
vafalaust hefði því verið í mörgu áfátt.
Á liðnum aldarfjórðungi hefði margt skeð
og margt breytst. Starfið hefði mótast af
þeirri aðstöðu, sem við var að búa á hverj-
um tíma, eins og starf annara félaga. Félag-
ið hefði unnið að hagsmunamálum félags-
manna og einnig nokkuð að menningarmál-
um, auk Jjcss að sjá félagsfólki fyrir skemmt-
unum.
Félagið hefði haft mikla og vaxandi sam-
vinnu við stjórn bankans og afskipti þess
af kjaramálum starfsfólksins hefðu á ýms-
um tímum borið mikinn ávöxt til heilla
fyrir félagsmenn og mætti nefna þess mörg
dæmi.
Aðstaðan til félagsstarfsemi væri nú
ólík því, sem var í upphafi, og sæist þess
Ijósast merki þegar litið væri á húsnæði það,
sem félagið hefði nú til sinna þarfa.
Þakkaði formaður síðan stjórn bankans
fyrir samvinnu og góðan skilning á mál-
efnum starfsfólksins.
Að lokum beindi hann því til félags-
manna, að þeir gætu best minnst þessa
BANKABLAÐIÐ 21