Bankablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 24

Bankablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 24
tryggss°ii, en nefndinni er ætlað að starfa ásamt formanni félagsins Einvarði Hall- varðssyni og fulltrúa félagsins í sjóðsstjórn- inni: Klemenz Tryggvasyni. Þá barst félag- inu tilmæli frá Sambandi íd. bankamanna að taka til athugunar, hvort æskilegt væri að koma því fyrirkomulagi á að starfsfólk bankanna, liætti að fara heim til hádegh- verðar. Tilmæli um þetta höfðu bomt frá ráðuneyti foi'sætisráðherra. Skiptar voru skoðanir fundarmanna um málið, en eng- inn ákvörðun tekin. ÁRIÐ 1948: Minmt 20 ára starfa félags- ins, með veglegu hófi í Tjarnarcafé, þar 5em þorri félaga mætti, auk boðsgesta. Eftir- launasjóðurinn er einnig á dagskrá. Lagt hafði verið fram uppkast að nýrri reglu- gerð fyrir sjóðinn, sem samþykkt var. Eignir sjóðsins voru þá krónur 3,6 miljónir, há- mark eftirlauna er 65% af brutto launum síðustu 5 ára. Jafnframt greiða félagsmenn iðgjald, 3% af brútto launum. Þá hafði stjórn Starfsmannafélagsins far- ið þess á leit við bankastjórnina að gerðar væru breytingar á leyfum starfsmanna. Hug- niynd um mautofu í bankanum væri í at- liugun og þá sérstaklega, að bankinn hefði kaffbtofuna opna í hádeginu og stúlka væri þar til að sjá um veitingar. Teikning hefur verið gerð á fyrirhuguðum sal félags- ins og hljóðfæri hafði bankinn gefið til af- nota fyrir félagið. Þá kom til umræðu á ný sumarskáli fyrir starfsmenn bankans. Þá var nokkuð rætt um Samband íd. banka- manna og breytingar á skipulgai þess, en stjórn S. í. B., hafði beint þeim tilmælum til starfsmannafélagsins, livort þau teldu æskilegt að breyta skipulagi þess. ÁRIÐ 1949: Félagið hafði tekið til afnota hin nýju húsakynni á efstu hæð bankahúss- ins. Enginn stór mál höfðu legið fyrir á þessu ári. Skipulagsbreyting hafði verið gerð á Sambandi ísl. bankamanna og fulltrúar kjörnir til tveggja ára til setu í fulltrúaráði þess. Rætt var um launauppbætur og höfðu félagsmenn fengið uppbót á laun í júlímán- aðarbyrjun. Þá var á fundi 18. nóv. kosinn nefnd til að undirbúa stofnun Byggingar- samvinnufélag starfsmanna Landsbankans. Klemens Tryggvason upplýsti að líkur væru til að stjórn Eftirlaunasjóðsins væfi fáan- leg til að lána slíku félagi til húsabygginga fyrir félagsmenn. í nefndina voru kjörnir Jón Leós, Einvarður Hallvarðsson, Bjarni Magnússon, Haukur Vigfússon, Sigurbjörn Sigtryggsson. ÁRIÐ 1950: Stofnað Byggingarsamvinnu- félag Starfsmanna Lansbankans. Fyrsti for- maður þess var kjörinn: Sigurbjörn Sig- tryggsson. Ýms félagsmál rædd á árinu. ÁRIN 1950-1953: Störf félagsins og við- fangsefni þrjú síðustu árin eru svo nær- tæk, að ekki virðist ástæða til að rifja þau upp liér. En á þessum árum hefir, eins og undanfarið verið ýms dægurmál á dags- skrá, sem leyst hafa verið hverju sinni. Hér hefir verið brugðið upp skyndi mynd- um úr starfi félagsins á liðnum árum, eins og það kemur mér fyrir í gerðabókum félags- ins. Að sjálfsögðu hefir hér verið stiklað stórum. Ýms önnur mál hafa á góma borið og afgreidd sem þýðingu hafa liaft fyrir félagið og íélagslífið í lieild. Á síðustu árum hefir félagið sem fyrr, haft afskipti af mörgum liagsmunamálum bankamanna. Nægir þar að nefna stofnun Byggingarsamvinnufélags bankamanna, sem hafði á sínum tíma forystu í að byggja „sænsku" húsin svonefndu. Þá má minna á stofnun Byggingarsamvinnufélags starfs- manna Landsbankans, sem þegar hafa byggt 14 BANKABLAÐIÐ

x

Bankablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bankablaðið
https://timarit.is/publication/720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.