Bankablaðið - 01.04.1953, Blaðsíða 17
ÁRIÐ 1936: Samþykkt Reglugerð fyrir
Námssjóð starfsmanna Landsbanka íslands,
sem stofnaður var með peningagjöf þeirri
til félagsins, sem fyrr er getið. Allmiklar
umræður urðu um reglur sjóðsins og fyrir-
komulag og vildu félagsmenn veg sjóðsins
sem mestan. Fyrstu stjórn sjóðsins skipuðu:
Þorgils Ingvarsson, Þorsteinn Jónsson,
Franz A. Andersen, Jóhanna Þórðardóttir
og Haraldur Jóhannessen.
Þá var á þessu ári lagt fram erindi frá
Sambandi ísl. bankamanna „um hvort að
starfsmannafélög bankanna óskuðu eftir,
að sambandið beytti sér fyrir að reisa sum-
arskála „Bankasel" í grend við Reykjavík
til afnota fyrir sambandsfélaga." Síðari
hluta maí mánaðar fór fram almenn at-
kvæðagreiðsla um málið meðal félags-
manna og greiddu 30 atkvæði með málinu,
en 14 á móti, og 6 seðlar voru auðir. Var
þetta skálamál síðar mikið rætt í félaginu
og sumarskálasjóður stofnaður innan félags-
ins.
Þá voru Alþýðutryggingarlögin nokkuð
til urnræðu, en opinberir starfsmenn og þeir
aðilar sem höfðu lífeyrissjóði var gert að
skyldu að greiða tillög til hinna nýju trygg-
ingasjóða. Var hér um augljóst ranglæti að
ræða, sem fékkst leiðrétt að nokkru eftir
langt þóf. Þó þannig að bankamenn urðu
að greiða gjald þetta fyrst í stað. Raddir
komu fram um það að Eftirlaunasjóður-
inn sjálfur greiddi gjöld þessi fyrir félags-
menn, þar eð sjóðsstjórnin hefði vanrækt
að standa á verði um hagsmuni sjóðsfélaga.
Þá óttuðust margir að lífeyrissjóður hinna
ýmsu starfsmanna hópa væru látnir renna
í Lífeyrissjóð íslands og voru félagar kvattir
til að vinna að alefli gegn þeim fyrirætlun-
um, Þá kom frá stjórn félagsins uppástunga
um, að sett væri — með leyfi bankastjórn-
arinnar upp vog, sem komið væri fyrir í
Þorgils Ingvarsson
fyrsti formaður námssjóðsstjórnar F.S.L.I.
afgreiðslusal bankans gegn 25 aura gjaldi —
sem rynni í sjóð til eflingar félagsstarfinu.
ÁRIÐ 1937: Á aðalfundi félagsins segir
í árskýrslu stjórnarinnar, að starfsmenn
Útvegsbankans hafi hafnað þeirri tillögu
Sambands ísl. bankamanna að reisa sam-
eiginlegt „Bankasel" til afnota fyrir sam-
bandsfélaga og sé því málið sem slíkt úr
sögunni.
í sambandi við ávöxtun Eftirlaunasjóðs
stakk Haraldur Jóhannessen upp á því,
hvort ekki væri til athugunar fyrir sjóð-
inn að lána félagsmönnum í byggingar-
sjóð til íbúðarbygginga, með veði í íbúð-
unum. Taldi eðlilegt að starfsmenn fengju
á þann hátt að njóta sjóðsins og voru fund-
armenn sammála um það.
ÁRIÐ 1938: Sumarskálamálið enn á dag-
skrá og allmikið rætt, og nefnd kosin í
málið. Erindi flutt af Helga Sigurðssyni
BANKABLAÐIÐ 7